Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2020 17:45 Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð. Ísland fær bóluefni frá Pfizer fyrir 5.000 manns en ekki 10.000 manns um áramótin eins og til stóð vegna hráefnisskorts. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni hér á landi fyrir lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Heilbrigðisráðherra segir það vera bjartsýnustu spár stjórnvalda. „Og við erum í raun og veru ekki komin með afhendingaráætlun frá öllum þessum söluaðilum sem við erum að versla við,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld hafa þegar samið við Pfizer og AstraZeneca og eru samningar við Moderna langt komnir. „Þessi breyting nákvæmlega gerir það að verkum að í aðra áttina erum við að teygja tímalínuna inn í árið, en í hina áttina lítur út fyrir að við getum byrjað bólusetningar strax á milli jóla og nýárs fyrir fyrstu hópana. Þannig að þetta er svona bæði og en stóra tímalínan er auðvitað sú að við erum að ná að hefja þennan kafla bólusetninga gegn Covid-19,“ segir Svandís. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta árið 2020 en nú er ljóst að fyrirtækið nær að afhenda 50 milljónir skammta. Fyrirtækið hefur þó heitið því að afhenda 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Svandís segir að stjórnvöld hafi ekki nákvæmar dagsetningar yfir afhendingu á öllum þessum skömmtum sem þau hafa samið um. „Það er ennþá breytingum undirorpið eins og til dæmis að því er varðar Pfizer og hráefnin. Við erum að sjá að þetta getur teygst eitthvað til. En aðal atriðið er að þessi kafli er að hefjast og 2021 verður stóra bólusetninga árið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Ísland fær bóluefni frá Pfizer fyrir 5.000 manns en ekki 10.000 manns um áramótin eins og til stóð vegna hráefnisskorts. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni hér á landi fyrir lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Heilbrigðisráðherra segir það vera bjartsýnustu spár stjórnvalda. „Og við erum í raun og veru ekki komin með afhendingaráætlun frá öllum þessum söluaðilum sem við erum að versla við,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld hafa þegar samið við Pfizer og AstraZeneca og eru samningar við Moderna langt komnir. „Þessi breyting nákvæmlega gerir það að verkum að í aðra áttina erum við að teygja tímalínuna inn í árið, en í hina áttina lítur út fyrir að við getum byrjað bólusetningar strax á milli jóla og nýárs fyrir fyrstu hópana. Þannig að þetta er svona bæði og en stóra tímalínan er auðvitað sú að við erum að ná að hefja þennan kafla bólusetninga gegn Covid-19,“ segir Svandís. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta árið 2020 en nú er ljóst að fyrirtækið nær að afhenda 50 milljónir skammta. Fyrirtækið hefur þó heitið því að afhenda 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Svandís segir að stjórnvöld hafi ekki nákvæmar dagsetningar yfir afhendingu á öllum þessum skömmtum sem þau hafa samið um. „Það er ennþá breytingum undirorpið eins og til dæmis að því er varðar Pfizer og hráefnin. Við erum að sjá að þetta getur teygst eitthvað til. En aðal atriðið er að þessi kafli er að hefjast og 2021 verður stóra bólusetninga árið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07
Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36
Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36