Innlent

Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu

Birgir Olgeirsson skrifar
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill

Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð.

Íslendingar áttu að fá bóluefni frá Pfizer fyrir 10.500 manns um áramótin. Í dag kom í ljós að við fáum skammta fyrir 5000 manns um áramótin vegna hráefnisskorts. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta í ár, en niðurstaðan verður 50 milljónir skammta. Afhenta á 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Ísland á þó að fá 17.500 skammta í janúar og febrúar. Samanlagt verður það bóluefni fyrir 14.000 manns.

Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að funda 21. desember, 8 dögum fyrr en áætlað var, um markaðsleyfi Pfizer. Verði það samþykkt fæst markaðsleyfi degi síðar, 22. desember.

„Ef þessi tímalína heldur þá gerum við að geta gefið markaðsleyfi 23. desember, við þurfum ekki lengri tíma í það,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands.

Unnið er að því að bóluefnið verði til staðar sem fyrst og leyfið fæst.

„Það er verið að vinna í því að það sé til staðar sem fyrst og markaðsleyfið er komið í þeim löndum sem leyfin fást.“

Hún telur Breta og Bandaríkjamenn ekki taka áhættu með því að heimila notkun fyrr. Unnið er að því að gera allt reiðubúið fyrir bólusetningar hér á landi.

„Þetta er stór áfangi að bóluefni sé í sjónmáli og mér sýnist þetta allt ganga vel og það sé verið að leggja upp tímalínur hvar og hvenær verður bólusett.“


Tengdar fréttir

Evrópu­nefndin fundar um leyfið viku fyrr en á­ætlað var

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu, sem leggur mat á markaðsleyfisumsókn bóluefnis Pfizer í Evrópu, hyggst flýta fundi um umsóknina. Fundað verður 21. desember en áður var ekki áætlað að halda fundinn fyrr en þann 29. desember.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.