Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2020 18:36 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. Íslendingar áttu að fá bóluefni frá Pfizer fyrir 10.500 manns um áramótin. Í dag kom í ljós að við fáum skammta fyrir 5000 manns um áramótin vegna hráefnisskorts. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta í ár, en niðurstaðan verður 50 milljónir skammta. Afhenta á 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Ísland á þó að fá 17.500 skammta í janúar og febrúar. Samanlagt verður það bóluefni fyrir 14.000 manns. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að funda 21. desember, 8 dögum fyrr en áætlað var, um markaðsleyfi Pfizer. Verði það samþykkt fæst markaðsleyfi degi síðar, 22. desember. „Ef þessi tímalína heldur þá gerum við að geta gefið markaðsleyfi 23. desember, við þurfum ekki lengri tíma í það,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Unnið er að því að bóluefnið verði til staðar sem fyrst og leyfið fæst. „Það er verið að vinna í því að það sé til staðar sem fyrst og markaðsleyfið er komið í þeim löndum sem leyfin fást.“ Hún telur Breta og Bandaríkjamenn ekki taka áhættu með því að heimila notkun fyrr. Unnið er að því að gera allt reiðubúið fyrir bólusetningar hér á landi. „Þetta er stór áfangi að bóluefni sé í sjónmáli og mér sýnist þetta allt ganga vel og það sé verið að leggja upp tímalínur hvar og hvenær verður bólusett.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Evrópunefndin fundar um leyfið viku fyrr en áætlað var Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu, sem leggur mat á markaðsleyfisumsókn bóluefnis Pfizer í Evrópu, hyggst flýta fundi um umsóknina. Fundað verður 21. desember en áður var ekki áætlað að halda fundinn fyrr en þann 29. desember. 15. desember 2020 14:17 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Íslendingar áttu að fá bóluefni frá Pfizer fyrir 10.500 manns um áramótin. Í dag kom í ljós að við fáum skammta fyrir 5000 manns um áramótin vegna hráefnisskorts. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta í ár, en niðurstaðan verður 50 milljónir skammta. Afhenta á 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Ísland á þó að fá 17.500 skammta í janúar og febrúar. Samanlagt verður það bóluefni fyrir 14.000 manns. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að funda 21. desember, 8 dögum fyrr en áætlað var, um markaðsleyfi Pfizer. Verði það samþykkt fæst markaðsleyfi degi síðar, 22. desember. „Ef þessi tímalína heldur þá gerum við að geta gefið markaðsleyfi 23. desember, við þurfum ekki lengri tíma í það,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Unnið er að því að bóluefnið verði til staðar sem fyrst og leyfið fæst. „Það er verið að vinna í því að það sé til staðar sem fyrst og markaðsleyfið er komið í þeim löndum sem leyfin fást.“ Hún telur Breta og Bandaríkjamenn ekki taka áhættu með því að heimila notkun fyrr. Unnið er að því að gera allt reiðubúið fyrir bólusetningar hér á landi. „Þetta er stór áfangi að bóluefni sé í sjónmáli og mér sýnist þetta allt ganga vel og það sé verið að leggja upp tímalínur hvar og hvenær verður bólusett.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Evrópunefndin fundar um leyfið viku fyrr en áætlað var Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu, sem leggur mat á markaðsleyfisumsókn bóluefnis Pfizer í Evrópu, hyggst flýta fundi um umsóknina. Fundað verður 21. desember en áður var ekki áætlað að halda fundinn fyrr en þann 29. desember. 15. desember 2020 14:17 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Evrópunefndin fundar um leyfið viku fyrr en áætlað var Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu, sem leggur mat á markaðsleyfisumsókn bóluefnis Pfizer í Evrópu, hyggst flýta fundi um umsóknina. Fundað verður 21. desember en áður var ekki áætlað að halda fundinn fyrr en þann 29. desember. 15. desember 2020 14:17
Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36
Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06