Enski boltinn

Cech fékk á sig mark eftir tvær mínútur í endurkomunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Petr Cech stóð á milli stanganna hjá varaliði Chelsea í gær og var að sjálfsögðu með hjálminn góða.
Petr Cech stóð á milli stanganna hjá varaliði Chelsea í gær og var að sjálfsögðu með hjálminn góða. getty/Justin Setterfield

Petr Cech tók fram markmannshanskana og lék í marki varaliðs Chelsea gegn Tottenham í gær. Hann fékk á sig mark eftir aðeins tveggja mínútna leik.

Cech hætti í fótbolta vorið 2019. Síðasti leikur hans á ferlinum var fyrir Arsenal gegn Chelsea, gamla liðinu hans, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Chelsea vann leikinn, 4-1.

Eftir að hanskarnir fóru á hilluna byrjaði Cech að starfa fyrir Chelsea. Hann byrjaði hins vegar aftur að mæta á æfingar og var skráður í leikmannahóp Chelsea.

Hinn 38 ára Cech spilaði svo sinn fyrsta leik í tæp tvö ár þegar varalið Chelsea og Tottenham mættust í gær.

Eftir aðeins tvær mínútur komst Tottenham yfir eftir hornspyrnu sem Cech gaf á klaufalegan hátt. Spurs komst í 2-0 á 17. mínútu en Chelsea gafst ekki upp, kom til baka og vann 3-2 sigur.

Danny Drinkwater, sem hefur verið úti í kuldanum hjá Chelsea undanfarna mánuði, var rekinn af velli fyrir að sparka í Alfie Devine, sextán ára leikmann Tottenham.

Cech lék með Chelsea á árunum 2004-15. Hann vann allt sem hægt var að vinna á tíma sínum hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×