Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. desember 2020 07:28 Biden sagði að logi lýðræðisins brenni enn glatt í Bandaríkjunum. Drew Angerer/Getty Images Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. Biden fékk á endanum 306 atkvæði eins og búist hafði verið við og fráfarandi forseti Donald Trump hlaut 232 atkvæði. Atkvæðagreiðsla kjörmannanna er að mestu formsatriði en í Bandaríkjunum greiða kjósendur í forsetakosningunum í raun sérstökum kjörmönnum sitt atkvæði en þeir eru mismargir eftir hvaða ríki er um að ræða. 270 atkvæði þarf til að fara með sigur af hólmi þannig að sigur Bidens er nokkuð sannfærandi, þrátt fyrir að Trump hafi gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að varpa skugga á kosningarnar og hefur margsinnis talað um svindl í því samhengi. Biden hélt ræðu í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi framgöngu Trumps harðlega og sagði að lýðræðið í Bandaríkjunum hefði staðið af sér þá árás og að vonandi komi aldrei aftur slíkir tímar þegar sótt sé að lýðræðinu með hótunum og ógnandi tilburðum. „Í Bandaríkjunum er það ekki svo að stjórnmálamenn geti tekið sér völd, heldur er það fólkið í landinu sem færir þeim völdin. Lýðræðiseldurinn var kveiktur hjá þessari þjóð fyrir langa löngu og nú vitum við að ekkert, ekki einu sinni faraldur eða misnotkun valdsins, getur slökkt þann eld,“ sagði Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ekkert tjáð sig um niðurstöður kjörsins enn sem komið er en á sama tíma og Biden var tryggður sigurinn með atkvæðum kjörmanna í Kalíforníu, tilkynnti hann á Twitter að dómsmálaráðherrann, William Barr, væri á förum fyrir jól. Barr vakti reiði Trumps á dögunum þegar hann sagði engar vísbendingar umn að brögð hafi verið í tafli í kosningunum. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Biden fékk á endanum 306 atkvæði eins og búist hafði verið við og fráfarandi forseti Donald Trump hlaut 232 atkvæði. Atkvæðagreiðsla kjörmannanna er að mestu formsatriði en í Bandaríkjunum greiða kjósendur í forsetakosningunum í raun sérstökum kjörmönnum sitt atkvæði en þeir eru mismargir eftir hvaða ríki er um að ræða. 270 atkvæði þarf til að fara með sigur af hólmi þannig að sigur Bidens er nokkuð sannfærandi, þrátt fyrir að Trump hafi gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að varpa skugga á kosningarnar og hefur margsinnis talað um svindl í því samhengi. Biden hélt ræðu í gærkvöldi þar sem hann gagnrýndi framgöngu Trumps harðlega og sagði að lýðræðið í Bandaríkjunum hefði staðið af sér þá árás og að vonandi komi aldrei aftur slíkir tímar þegar sótt sé að lýðræðinu með hótunum og ógnandi tilburðum. „Í Bandaríkjunum er það ekki svo að stjórnmálamenn geti tekið sér völd, heldur er það fólkið í landinu sem færir þeim völdin. Lýðræðiseldurinn var kveiktur hjá þessari þjóð fyrir langa löngu og nú vitum við að ekkert, ekki einu sinni faraldur eða misnotkun valdsins, getur slökkt þann eld,“ sagði Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna. Trump sjálfur hefur ekkert tjáð sig um niðurstöður kjörsins enn sem komið er en á sama tíma og Biden var tryggður sigurinn með atkvæðum kjörmanna í Kalíforníu, tilkynnti hann á Twitter að dómsmálaráðherrann, William Barr, væri á förum fyrir jól. Barr vakti reiði Trumps á dögunum þegar hann sagði engar vísbendingar umn að brögð hafi verið í tafli í kosningunum.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14. desember 2020 23:14
Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00