Erlent

Jóla­sveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunar­heimili

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn sem heimsótti eldri borgarana á hjúkrunarheimilinu í jólasveinabúningi greindist sjálfur þremur dögum síðar.
Maðurinn sem heimsótti eldri borgarana á hjúkrunarheimilinu í jólasveinabúningi greindist sjálfur þremur dögum síðar. Getty

61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap.

Þremur dögum eftir heimsóknina greindist maðurinn sjálfur með Covid-19.

Belgískir fjölmiðlar segja að myndir frá heimsókn jólasveinsins sýni að fjöldi íbúanna hafi ekki verið með grímu og þá hafi jólasveinninn ekki haldið næga fjarlægð frá íbúum.

Bæjarstjórinn Wim Caeyers hefur brugðist harkalega við og segir umrætt hjúkrunarheimili vera „alveg óábyrga stofnun“.

Marc Van Ranst, einn fremsti sérfræðingur landsins í smitsjúkdómum, segir þó telja ólíklegt að rekja megi öll smitin til þessa manns. Séu smitin líklega of mörg smit til að svo megi vera.

Van Ranst segir líklegra að rekja megi þennan mikla smitfjölda til slæmrar loftræstingar. Þó leggi hann áherslu á að það hafi verið „slæm hugmynd“ að fá jólasveininn í heimsókn á tímum heimsfaraldurs.

Belgía hefur farið illa út úr heimsfaraldrinum þar sem skráð smit eru nú rúmlega 600 þúsund. Dauðsföll í landinu sem rakin eru til Covid-19 telja nú um 18 þúsund.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.