Innlent

Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla

Sylvía Hall og skrifa
Frá Austurvelli í dag.
Frá Austurvelli í dag. Vísir/Hallgerður

Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. 

Þar lýsti fólk yfir óánægju með þær ráðstafanir sem yfirvöld hafa gripið til og telur það vegið að frelsi sínu. Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, og Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, hafa farið fyrir hópnum.

Ekki er vitað hversu margir eru mættir á mótmælin, en þó má sjá nokkra með skilti þar sem úrræðum á borð við sóttkví og bóluefni er harðlega mótmælt. Hópurinn Coviðspyrnan hefur staðið fyrir mótmælunum.

Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sagði í síðustu viku að mótmælin væru frekar meðmæli með mannréttindum. Fólk ætti að hafa meira val um þær sóttvarnareglur sem eru í gildi og ákveða sjálft hvort það myndi láta bólusetja sig, án þess að eiga von á því að aðgengi þeirra að ýmsum stöðum yrði takmarkað.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmæli síðustu helgar.


Tengdar fréttir

Telur að hætta eigi „skaðlegum sóttvarnaaðferðum“

Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann telur að láta eigi af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“

Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli

Um fjórða tug kom saman á Austurvelli um tvö leytið í dag til að mótmæla sóttvarnaðgerðum yfirvalda. Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, og Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, fara fyrir hópnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×