Telur að hætta eigi „skaðlegum sóttvarnaaðferðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 09:09 Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins. Vísir/Harmageddon Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira