„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2020 09:00 Reiknað er með að uppbyggingin verði hér, á þessum bílastæðum. Vísir/Friðrik Þór Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar. Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira