Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Einar Georgsson, lánasérfræðingur hjá HMS, og Inga Rós Gunnarsdóttir. Vísir/Egill Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn. Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn.
Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira