Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Einar Georgsson, lánasérfræðingur hjá HMS, og Inga Rós Gunnarsdóttir. Vísir/Egill Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína. Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn. Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í september. Síðan þá hafa borist 192 umsóknir og þar af hafa 72 verið samþykktar í þessari fyrstu úthlutun. Önnur úthlutun fer fram í lok desember og í framhaldinu verður lánunum úthlutað sex sinnum á ári. Heildarfjárhæð samþykktra lána er 617 milljónir og meðalaldur umsækjenda er 34 ár. „Þetta eru rosalega stór tímamót og við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) erum ofboðslega ánægð með að geta tekið þátt í þessu,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS. Inga Rós Gunnarsdóttir var fyrsti lántakandinn en hún mun flytja í nýbyggingu í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum og syni í febrúar. „Við fjölskyldan erum búin að vera á leigumarkaði lengi og átt erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð þannig að okkur þótti sniðugt að sækja um. Þetta er að hjálpa okkur að eignast okkar fyrstu íbúð og við erum ótrúlega ánægð með það,“ segir Inga. „Þetta er mikið gæfuspor fyrir fjölskylduna.“ Þá segir hún að afborganirnar af íbúðaláni verði töluvert lægri en á leigumarkaðnum. „Það munar miklu á leiguverðinu og það sem við munum borga af íbúðinni,“ segir hún. „Við vorum að borga um 220 þúsund á mánuði fyrir um 69 fermetra íbúð.“ Einar Georgsson lánasérfræðingur afhenti Ingu Rós blómvönd og hamingjuóskir í nýju íbúðinni hennar í dag, en hún fær hana formlega afhenta í febrúarmánuði. „Við erum með þessu að horfa á fyrstu kaupendur sem hafa verið á leigumarkaði og ekki náð að safna eigið fé. Þar erum við að koma inn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og hjálpa með þann hluta útborgunarinnar. Þannig að fólk sem er þannig statt fær íbúðalán frá fjármálafyrirtæki og svo erum við að hjálpa með eigið féð,“ segir Einar. Nú þegar hefur stofnunin samþykkt 468 íbúðir, þar af 200 á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 78 byggingaraðilar skráð sig í samstarf um að byggja hagkvæmar íbúðir sem hægt verður að fjármagna með hlutdeildarláni, en þeir hyggjast byggja ríflega 2.300 íbúðir, þar af er ríflega helmingurinn á höfuðborgarsvæðinu. Anna Guðmunda vonar að hlutdeildarlánin leiði til aukningar á nýjum, hagkvæmum íbúðum á fasteignamarkaði.Vísir/Egill „Við vonumst til að hlutdeildarlán hafi þau áhrif að það verði farið að byggja meira. Það vantar að byggja meira. Það er óuppfyllt íbúðaþörf núna. Það eru í raun og veru ekki nægilega margar íbúðir til þess að mæta þeirri þörf sem er til staðar á landinu. Við sjáum í raun og veru skýr merki um það að það er að draga verulega saman í nýbyggingum, sem er hættulegt á þessu stigi, þannig að við vonumst til að þetta vinni á móti því,“ segir Anna Guðmunda. Hlutdeildarlánin gera ráð fyrir að kaupandi þurfi aðeins að leggja fram fimm prósent kaupverðs í útborgum, og taki 75 prósent húsnæðislán. Í framhaldinu veitir HMS kaupanda hlutdeildarlán fyrir 20 prósent kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af láninu en lántaki endurgreiðir það þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Lánið er veitt til tíu ára en hægt er að framlengja lánstíma um fimm ár í senn.
Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira