Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 08:47 Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. Deilt er um niðurstöðu og framkvæmd forsetakosninganna 2019. Getty Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela og vestrænna ríkja segja kosningarnar ekki hafa verið sanngjarnar eða frjálsar og að mjög hafi hallað á andstæðinga forsetans við framkvæmdina. Madoro hefur sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindabrota í stjórnartíð sinni og fyrir að hafa grafið undan lýðræði til að halda völdum. Reuters segir landskjörstjórn í landinu hafa tilkynnt að Sósíalistaflokkurinn og bandamenn hans hafi tryggt sér 253 þingsæti af 277 mögulegum. Lýðræðisaðgerðir, flokkurinn sem hefur lengi verið helsti stjórnarandstöðuflokkurinn en er nú sagður vera í slagtogi með ríkisstjórn Maduro, tryggði sér ellefu þingsæti. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. Ástandið í Venesúela hefur lengi verið bágborið þar sem ríkt hefur óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum. Venesúela Tengdar fréttir Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela og vestrænna ríkja segja kosningarnar ekki hafa verið sanngjarnar eða frjálsar og að mjög hafi hallað á andstæðinga forsetans við framkvæmdina. Madoro hefur sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindabrota í stjórnartíð sinni og fyrir að hafa grafið undan lýðræði til að halda völdum. Reuters segir landskjörstjórn í landinu hafa tilkynnt að Sósíalistaflokkurinn og bandamenn hans hafi tryggt sér 253 þingsæti af 277 mögulegum. Lýðræðisaðgerðir, flokkurinn sem hefur lengi verið helsti stjórnarandstöðuflokkurinn en er nú sagður vera í slagtogi með ríkisstjórn Maduro, tryggði sér ellefu þingsæti. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. Ástandið í Venesúela hefur lengi verið bágborið þar sem ríkt hefur óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum.
Venesúela Tengdar fréttir Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18
Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43