Leikur PSG og İstanbul Başakşehir kláraður á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 23:06 Leikur liðanna verður kláraður á morgun. Xavier Laine/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti nú rétt í þessu að leikur Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain og İstanbul Başakşehir yrði kláraður á morgun eftir að bæði lið gengu af velli í kvöld vegna kynþáttafordóma fjórða dómara leiksins. Það verða ekki sömu dómarar sem dæma leikinn annað kvöld. Í kvöld mættust PSG og Başakşehir í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn stefndu á sigur til að vinna riðilinn sem innihélt einnig RB Leipzig og Manchester United. Gestirnir frá Tyrklandi voru aðeins að spila upp á stoltið enda á botni riðilsins með aðeins þrjú stig eftir fimm leiki. Á 14. mínútu átti sér stað atvik sem leiddi til þess að bæði lið gengu af velli. Dómari leiksins kom þá að bekk gestanna til að reka einn í starfsliði þeirra út af. Þá mun fjórði dómari leiksins hafa bent á Pierre Webó og notað niðrandi orð til að lýsa húðlit Webó. UEFA is aware of an incident during tonight s Champions League match between Paris Saint-Germain and Istanbul Basaksehir and will be conducting a thorough investigation. Racism, and discrimination in all its forms, has no place within football. #NoToRacism— UEFA (@UEFA) December 8, 2020 Í kjölfarið sauð allt upp úr og á endanum gengu leikmenn sem og starfslið Başakşehir til búningsherbergja og neituðu að klára leikinn. Leikmenn PSG gerðu slíkt hið sama Nú hefur UEFA gefið út að þær mínútur sem eftir lifa leiks verði leiknar á morgun en staðan var markalaus er leikurinn var blásinn af. Fer leikurinn fram annað kvöld klukkan 18.55 með nýjum dómurum. Hér að neðan má sjá myndbönd af því sem fram fór í París í kvöld. Klippa: Bæði lið gengu af velli í París Klippa: Meira frá París Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55 Mikið breytt Chelsea lið gerði jafntefli við Krasnodar Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Krasnodar frá Rússlandi í síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Sevilla 3-1 útisigur á Rennes í Frakklandi. 8. desember 2020 22:25 RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10 Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00 Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Það verða ekki sömu dómarar sem dæma leikinn annað kvöld. Í kvöld mættust PSG og Başakşehir í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn stefndu á sigur til að vinna riðilinn sem innihélt einnig RB Leipzig og Manchester United. Gestirnir frá Tyrklandi voru aðeins að spila upp á stoltið enda á botni riðilsins með aðeins þrjú stig eftir fimm leiki. Á 14. mínútu átti sér stað atvik sem leiddi til þess að bæði lið gengu af velli. Dómari leiksins kom þá að bekk gestanna til að reka einn í starfsliði þeirra út af. Þá mun fjórði dómari leiksins hafa bent á Pierre Webó og notað niðrandi orð til að lýsa húðlit Webó. UEFA is aware of an incident during tonight s Champions League match between Paris Saint-Germain and Istanbul Basaksehir and will be conducting a thorough investigation. Racism, and discrimination in all its forms, has no place within football. #NoToRacism— UEFA (@UEFA) December 8, 2020 Í kjölfarið sauð allt upp úr og á endanum gengu leikmenn sem og starfslið Başakşehir til búningsherbergja og neituðu að klára leikinn. Leikmenn PSG gerðu slíkt hið sama Nú hefur UEFA gefið út að þær mínútur sem eftir lifa leiks verði leiknar á morgun en staðan var markalaus er leikurinn var blásinn af. Fer leikurinn fram annað kvöld klukkan 18.55 með nýjum dómurum. Hér að neðan má sjá myndbönd af því sem fram fór í París í kvöld. Klippa: Bæði lið gengu af velli í París Klippa: Meira frá París Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55 Mikið breytt Chelsea lið gerði jafntefli við Krasnodar Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Krasnodar frá Rússlandi í síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Sevilla 3-1 útisigur á Rennes í Frakklandi. 8. desember 2020 22:25 RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10 Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00 Mest lesið Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55
Mikið breytt Chelsea lið gerði jafntefli við Krasnodar Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Krasnodar frá Rússlandi í síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá vann Sevilla 3-1 útisigur á Rennes í Frakklandi. 8. desember 2020 22:25
RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10
Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00