Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 12:57 Mynd frá geimskoti SpaceX í gær. Þarna var hefðbundinni Falcon 9 eldflaug skotið út í geim. Vísir/SpaceX Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. Þetta er áttunda frumgerð Starship og ber einkennið SN8. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur sagt að hann telji um þriðjungslíkur á því að þeim takist að lenda geimskipinu aftur. Það fæli þó ekki í sér að tilraunin væri misheppnuð þar sem að um frumgerð er að ræða og að markmiðið sé að læra af geimskotinu. Markmið tilraunaskotsins er að kanna getu eldflauganna sem eiga að bera Starship út í heim, vængbörð geimskipsins og margt annað, samkvæmt tilkynningu frá SpaceX. Þetta yrði í fyrsta sinn sem einhverjum tækist að lenda eldflaug af þessari stærð aftur. SpaceX hefur byggt upp mikla reynslu í því að skjóta eldflaugum út í geim og lenda þeim á nýjan leik og þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma gervihnöttum, birgðum og jafnvel mönnum út í geim með mun minni kostnaði en gengur og gerist. Out on the pad in South Texas pic.twitter.com/RcYOXXpTc2— Elon Musk (@elonmusk) December 7, 2020 Ekki er fullljóst hvort að geimskipinu verði skotið á loft í dag. Á vef SpaceX segir að áætlun fyrirtækisins verði líklega fyrir breytingum. Spaceflight Now segir að áætlanir Space segi til um að hægt væri að fresta skotinu og gera frekari tilraunir á morgun og fimmtudag. Þar sem óvíst er hvenær af skotinu verður eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með SpaceX á samfélagsmiðlum, eins og Twitter. Samkvæmt þeirri áætlun sem gildir þegar þetta er skrifað stendur til að hefja útsendingu frá tilraunaskotinu klukkan tvö. Uppfært: Búið er að fresta tilraunaskotinu til í fyrsta lagi klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan. Í byrjun sumars tilkynnti Musk að þróun Starship væri í forgangi hjá fyrirtækinu. Það var skömmu eftir að fyrirtækið náði þeim áfanga að byrja að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Starfsmenn SpaceX hafa gert margar tilraunir með aðrar frumgerðir Starship á árinu. Í einni slíkri var frumgerð skotið 150 metra á loft og lent aftur. Ein þeirra sprakk þó í loft upp í maí. Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Þetta er áttunda frumgerð Starship og ber einkennið SN8. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur sagt að hann telji um þriðjungslíkur á því að þeim takist að lenda geimskipinu aftur. Það fæli þó ekki í sér að tilraunin væri misheppnuð þar sem að um frumgerð er að ræða og að markmiðið sé að læra af geimskotinu. Markmið tilraunaskotsins er að kanna getu eldflauganna sem eiga að bera Starship út í heim, vængbörð geimskipsins og margt annað, samkvæmt tilkynningu frá SpaceX. Þetta yrði í fyrsta sinn sem einhverjum tækist að lenda eldflaug af þessari stærð aftur. SpaceX hefur byggt upp mikla reynslu í því að skjóta eldflaugum út í geim og lenda þeim á nýjan leik og þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma gervihnöttum, birgðum og jafnvel mönnum út í geim með mun minni kostnaði en gengur og gerist. Out on the pad in South Texas pic.twitter.com/RcYOXXpTc2— Elon Musk (@elonmusk) December 7, 2020 Ekki er fullljóst hvort að geimskipinu verði skotið á loft í dag. Á vef SpaceX segir að áætlun fyrirtækisins verði líklega fyrir breytingum. Spaceflight Now segir að áætlanir Space segi til um að hægt væri að fresta skotinu og gera frekari tilraunir á morgun og fimmtudag. Þar sem óvíst er hvenær af skotinu verður eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með SpaceX á samfélagsmiðlum, eins og Twitter. Samkvæmt þeirri áætlun sem gildir þegar þetta er skrifað stendur til að hefja útsendingu frá tilraunaskotinu klukkan tvö. Uppfært: Búið er að fresta tilraunaskotinu til í fyrsta lagi klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan. Í byrjun sumars tilkynnti Musk að þróun Starship væri í forgangi hjá fyrirtækinu. Það var skömmu eftir að fyrirtækið náði þeim áfanga að byrja að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Starfsmenn SpaceX hafa gert margar tilraunir með aðrar frumgerðir Starship á árinu. Í einni slíkri var frumgerð skotið 150 metra á loft og lent aftur. Ein þeirra sprakk þó í loft upp í maí.
Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01
SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00
Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29
Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00