Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 06:43 Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira