„Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 21:59 Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja. Vísir/Arnar Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til lengri tíma, segir breytingar á lögræðislögum nauðsynlegar. Fjarlægja þurfi greinar í lögunum, meðal annars þær sem heimila geðlæknum valdbeitingu gagnvart sjúklingi. Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“ Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“
Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira