Enski boltinn

Áhorfendur bauluðu á meðan leikmenn krupu á hné

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/Getty

Áhorfendum var loks hleypt á vellina í enska boltanum í dag og stuðningsmenn Millwall voru ekki lengi að láta til sín taka.

Á undanförnum vikum hafa knattspyrnuleikir víða um heim hafist á því að allir þátttakendur leiksins krjúpa á hné til að styðja Black Lives Matter herferðina.

Var leikur Millwall og Derby í ensku B-deildinni í dag engin undantekning frá því.

Eitthvað hafa stuðningsmenn Millwall við herferðina að athuga því eins og sjá má á myndskeiðinu hér neðst í fréttinni bauluðu þeir hástöfum þegar þátttakendur leiksins krupu á hné.

Wayne Rooney, stjóri Derby, sagði í viðtali eftir leik að viðbrögð áhorfenda hafi valdið sér vonbrigðum. Þá hefur enska knattspyrnusambandið fordæmt hegðun stuðningsmanna Millwall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×