Aldrei fundið svona kulda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 21:01 Íbúi á Hvanneyri segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum kulda og nú en þar hefur hitastig mælst lægst mínus 16,8 gráður í dag. Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís. Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís.
Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39