Innlent

Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það verður víða kalt í dag.
Það verður víða kalt í dag. Vísir/Vilhelm

Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á landinu í dag, en seinnipartinn snýst í suðaustan kalda með dálítilli snjókomu suðvestantil.

Hitakort Veðurstofunnar klukkan 13 í dag.Veðurstofan

Þá verður austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið vestanvert á morgun, og sums staðar snjókoma við ströndina framan af degi. Frost núll til fimm stig. Hægari vindur og skýjað með köflum norðaustan- og austanlands, og þar verður heldur kaldara, en búast má við frosti á bilinu fimm til tólf stig.

Það bætir svo í vind með slyddu eða snjókomu suðvestanlands annað kvöld.

Mælir Veðurstofunnar á Dyngjujöklu mældi 19,5 stiga frost í nótt og þá var 14,7 stiga frost á Þingvöllum. Í Húsafelli var sextán stiga frost. Mesti hitinn mældist í Surtsey, 0,2 gráður.

Veðurhorfur á landinu

Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum í dag, en snýst í suðaustan 5-13 m/s með dálítilli snjókomu suðvestantil seinnipartinn. Frost 3 til 16 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.

Austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið vestanvert á morgun, og sums staðar snjókoma við ströndina framan af degi. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur norðaustan- og austanlands, skýjað með köflum og frost 5 til 12 stig. Bætir í vind með snjókomu eða slyddu við suðvesturströndina annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Austan og suðaustan 5-13 m/s og skýjað um landið V-vert, og snjókoma með köflum við ströndina framan af degi. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur NA- og A-lands, víða bjartviðri og frost 5 til 13 stig.

Á mánudag:

Suðaustan 3-8 og úrkomulítið, en 8-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum V-til. Frost 2 til 10 stig, en frostlaust við S- og V-ströndina.

Á þriðjudag:

Hæg suðlæg átt og þurrt að kalla, en dálítil él S-lands. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið.

Á miðvikudag:

Suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum S- og V-lands. Hiti 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:

Suðaustlæg átt og rigning, en þurrt NA-lands. Milt í veðri.

Á föstudag:

Útlit fyrir austlæga átt með dálítilli vætu um landið S-vert.


Tengdar fréttir

Frost í Reykjavík jafngildi 16 stigum í trúlega mesta kuldakasti síðan 2013

Kuldakastið sem gengur yfir landið næstu daga verður trúlega það mesta í Reykjavík í sjö ár. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á vefnum Bliku.is. Þegar vindkæling er tekin með í reikninginn megi búast við að frost í höfuðborginni jafngildi sextán stigum á fimmtudag og föstudag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.