Chelsea kom til baka og lagði nýliða Leeds að velli á Stamford Bridge í kvöld og fer inn í nóttina á toppi deildarinnar.
Patrick Bamford, fyrrum leikmaður Chelsea, kom Leeds yfir snemma leiks eftir frábæra sendingu Kalvin Phillips.
Nýliðinum hélst forystan þar til á 27.mínútu þegar Olivier Giroud jafnaði metin fyrir Chelsea og var jafnt í leikhléi.
Annar Frakki, varnarmaðurinn sterki Kurt Zouma, kom Chelsea í forystu eftir klukkutíma leik þegar hann stangaði hornspyrnu Mason Mount í netið. Christian Pulisic gulltryggði svo sigur heimamanna með marki í uppbótartíma.
Chelsea með eins stigs forystu á toppi deildarinnar en bæði Liverpool og Tottenham geta farið upp fyrir Chelsea með því að vinna sína leiki á morgun.