Chelsea kom til baka og lagði Leeds Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. desember 2020 21:55 Tveir öflugir vísir/Getty Chelsea kom til baka og lagði nýliða Leeds að velli á Stamford Bridge í kvöld og fer inn í nóttina á toppi deildarinnar. Patrick Bamford, fyrrum leikmaður Chelsea, kom Leeds yfir snemma leiks eftir frábæra sendingu Kalvin Phillips. Nýliðinum hélst forystan þar til á 27.mínútu þegar Olivier Giroud jafnaði metin fyrir Chelsea og var jafnt í leikhléi. Annar Frakki, varnarmaðurinn sterki Kurt Zouma, kom Chelsea í forystu eftir klukkutíma leik þegar hann stangaði hornspyrnu Mason Mount í netið. Christian Pulisic gulltryggði svo sigur heimamanna með marki í uppbótartíma. Chelsea með eins stigs forystu á toppi deildarinnar en bæði Liverpool og Tottenham geta farið upp fyrir Chelsea með því að vinna sína leiki á morgun. Enski boltinn
Chelsea kom til baka og lagði nýliða Leeds að velli á Stamford Bridge í kvöld og fer inn í nóttina á toppi deildarinnar. Patrick Bamford, fyrrum leikmaður Chelsea, kom Leeds yfir snemma leiks eftir frábæra sendingu Kalvin Phillips. Nýliðinum hélst forystan þar til á 27.mínútu þegar Olivier Giroud jafnaði metin fyrir Chelsea og var jafnt í leikhléi. Annar Frakki, varnarmaðurinn sterki Kurt Zouma, kom Chelsea í forystu eftir klukkutíma leik þegar hann stangaði hornspyrnu Mason Mount í netið. Christian Pulisic gulltryggði svo sigur heimamanna með marki í uppbótartíma. Chelsea með eins stigs forystu á toppi deildarinnar en bæði Liverpool og Tottenham geta farið upp fyrir Chelsea með því að vinna sína leiki á morgun.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn