Fótbolti

Rakel hefur leikið sinn síðasta landsleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rakel Hönnudóttir í landsleik.
Rakel Hönnudóttir í landsleik. Vísir/Getty

Síðasti landsleikur Rakelar Hönnudóttur var leikurinn sem tryggði Íslandi sæti á EM 2022. 

Rakel Hönnudóttir hefur leikið sinn síðasta landsleik en KSÍ tilkynnti á samskiptamiðlum sínum í morgun að Rakel væri hætt að leika með landsliðinu.

Rakel hefur leikið 103 A-landsleiki og skorað í þeim níu mörk. Hún hefur farið á þrjú stórmót með liðinu; EM 2009, 2013 og 2017.

Rakel kom inn á í leiknm gegn Ungverjalandi á dögunum þar sem Ísland tryggði sér EM sæti. Rakel lék síðasta hálftímann í leiknum.

Rakel er á mála hjá Breiðabliki en hún hefur einnig leikið í atvinnumennsku, til að mynda í Svíþjóð og á Englandi.

Rakel er 32 ára og gekk í raðir Breiðablik frá Reading fyrir ári síðan. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu í sumar eftir að mótið var blásið af.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.