Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 18:26 Joe Biden, sem tekur við embætti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi, hefur lýst yfir áhuga um að endurvekja kjarnorkusamninginn við Íran. Getty/Mark Makela Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna. Biden hefur lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn, sem gerður var árið 2015 en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró landið einhliða úr. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í dag að Bandaríkin þurfi sjálf að samþykkja skilyrði sem sett hafa verið á þau. Verðandi ríkisstjórn Bidens hefur sett ákveðin skilyrði sem Íran verður að samþykkja áður en ríkin ganga að samningsborðinu. Þá hefur hann lýst því yfir að gangist Íran við ströngum skilyrðunum muni Bandaríkin lyfta viðskiptaþvingunum sem Trump lagði á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum í maí 2018. Þvinganirnar beindust sérstaklega að olíuframleiðendum og fjármálastofnunum landsins. Ætla að auka auðgun úrans verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Síðan Bandaríkin drógu sig úr samningnum hefur kjarnorkuframleiðsla í Íran verið mun meiri en segir til í samningnum frá árinu 2015. Það hefur vakið upp miklar vangaveltur þess efnis hvort kjarnorkuframleiðslan sé í þeim tilgangi að framleiða kjarnavopn. Yfirvöld í Íran hafa hins vegar neitað því og segja kjarnorkustarfsemi landsins friðsamlega. Samningurinn sem undirritaður var árið 2015 var gerður á milli Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Rússlands og Kína auk Íran. Í gær, miðvikudag, samþykkti íranska þingið ný lög sem munu koma í veg fyrir að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna geti fylgst með kjarnorkustarfsemi ríkisins. Þá segir í lögunum að auka skuli auðgun úrans upp í 20% verði viðskiptaþvingunum ekki létt á næstu tveimur mánuðum. Það er mun meira en segir til í kjarnorkusamningnum, en þar kemur skýrt fram að auðgun úrans megi ekki ná yfir 3,67 prósent. Íran Bandaríkin Joe Biden Orkumál Tengdar fréttir Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Biden hefur lýst yfir vilja til að endurvekja samninginn, sem gerður var árið 2015 en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró landið einhliða úr. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í dag að Bandaríkin þurfi sjálf að samþykkja skilyrði sem sett hafa verið á þau. Verðandi ríkisstjórn Bidens hefur sett ákveðin skilyrði sem Íran verður að samþykkja áður en ríkin ganga að samningsborðinu. Þá hefur hann lýst því yfir að gangist Íran við ströngum skilyrðunum muni Bandaríkin lyfta viðskiptaþvingunum sem Trump lagði á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum í maí 2018. Þvinganirnar beindust sérstaklega að olíuframleiðendum og fjármálastofnunum landsins. Ætla að auka auðgun úrans verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Síðan Bandaríkin drógu sig úr samningnum hefur kjarnorkuframleiðsla í Íran verið mun meiri en segir til í samningnum frá árinu 2015. Það hefur vakið upp miklar vangaveltur þess efnis hvort kjarnorkuframleiðslan sé í þeim tilgangi að framleiða kjarnavopn. Yfirvöld í Íran hafa hins vegar neitað því og segja kjarnorkustarfsemi landsins friðsamlega. Samningurinn sem undirritaður var árið 2015 var gerður á milli Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Rússlands og Kína auk Íran. Í gær, miðvikudag, samþykkti íranska þingið ný lög sem munu koma í veg fyrir að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna geti fylgst með kjarnorkustarfsemi ríkisins. Þá segir í lögunum að auka skuli auðgun úrans upp í 20% verði viðskiptaþvingunum ekki létt á næstu tveimur mánuðum. Það er mun meira en segir til í kjarnorkusamningnum, en þar kemur skýrt fram að auðgun úrans megi ekki ná yfir 3,67 prósent.
Íran Bandaríkin Joe Biden Orkumál Tengdar fréttir Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43 Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05 Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Vilja losna við þvinganir, annars verði eftirlitsmenn reknir úr landi Þingmenn í Íran samþykktu á dögunum frumvarp um að meina eftirlitsaðilum Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að auka auðgun úrans. Það var gert í kjölfar morðs eins helsta kjarnorkuvísindamanns Írans í síðustu viku. 3. desember 2020 11:43
Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. 27. nóvember 2020 15:05
Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. 22. nóvember 2020 21:00