Sigldu til hafnar eftir að skipverji fékk einkenni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. desember 2020 11:31 Togarinn Baldvin Njálsson var smíðaður á Spáni árið 1990 og fagnar því 30 ára afmæli sínu í ár. Nesfiskur Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 sigldi í nótt úr Ísafjarðardjúpi og til hafnar í Hafnarfirði. Ástæðan eru einkenni skipverja sem fór í sýnatöku í morgun. Aðrir skipverjar bíða niðurstöðu og líður vel að sögn skipstjórans. RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira