Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 16:44 Nýútskrifaðir afganskir hermenn. Ekkert lát hefur verið á árásum Talibana undanfarna mánuði og er mikil áhersla lögð á að ná vopnahléi. AP/Rahmat Gul Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða. Samkomulagið felur í sér að frekari viðræður geta nú hafist um mögulegt vopnahlé í Afganistan. Þrátt fyrir að um lítið skref er að ræða og að það hafi tekið samningamennina tæpa þrjá mánuði að taka það og á þeim tíma hefur ekkert lát verið á árásum vígamanna Talibana á stjórnarher Afganistan. Talibanar neituðu að samþykkja vopnahlé þegar viðræðurnar hófust í Doha í Katar. Þeir hafa fjölgað árásum sínum á undanförnum mánuðum, samhliða friðarviðræðum við Bandaríkin til að styrkja stöðu sína fyrir viðræðurnar við ríkisstjórnina. Reuters segir að vopnahlé sé það sem samningamenn ríkisstjórnarinnar muni leggja mesta áherslu á. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna en Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ítrekað sagt að hann vilji kalla alla hermenn heim frá ríkinu. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að Trump stefni að því að fækka hermönnum í Afganistan um helming. Kalla rúmlega tvö þúsund hermenn heim svo um 2.500 verði eftir, áður en hann lætur af embætti í janúar. Hersveitir annarra ríkja eiga að yfirgefa landið fyrir maí á næsta ári, í staðinn fyrir fyrirheit Talibana varðandi það að þeir styðji ekki við hryðjuverk. Meðal annarra hafa Þjóðverjar varað við því að kalla hermenn of snemma heim frá Afganistan. Slíku þurfi að fylgja ákveðin skilyrði. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að hann hefði áhyggjur af fækkun bandarískra hermanna í Afganistan. Ekki væri hægt að tryggja öryggi þýskra hermanna þar án stuðningi Bandaríkjanna. Þetta sagði hann á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í gær. NATO er með um ellefu þúsund hermenn í Afganistan. Þar af eru flestir frá Evrópu og öðrum aðildarríkjum. Þeir treysta allir á stuðning Bandaríkjanna varðandi birgðaflutninga og jafnvel flótta á þyrlum Bandaríkjanna. Maas sagði að þýskir hermenn ættu alls ekki að vera í Afganistan til frambúðar en brottflutningur þeirra þyrfti að vera í samhengi við friðarviðræður. Afganistan Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. 21. nóvember 2020 10:28 Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn muni fækka í herliði sínu í Írak og Afganistan um 2.500 á næstu vikum. 18. nóvember 2020 13:53 Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Samkomulagið felur í sér að frekari viðræður geta nú hafist um mögulegt vopnahlé í Afganistan. Þrátt fyrir að um lítið skref er að ræða og að það hafi tekið samningamennina tæpa þrjá mánuði að taka það og á þeim tíma hefur ekkert lát verið á árásum vígamanna Talibana á stjórnarher Afganistan. Talibanar neituðu að samþykkja vopnahlé þegar viðræðurnar hófust í Doha í Katar. Þeir hafa fjölgað árásum sínum á undanförnum mánuðum, samhliða friðarviðræðum við Bandaríkin til að styrkja stöðu sína fyrir viðræðurnar við ríkisstjórnina. Reuters segir að vopnahlé sé það sem samningamenn ríkisstjórnarinnar muni leggja mesta áherslu á. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna en Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ítrekað sagt að hann vilji kalla alla hermenn heim frá ríkinu. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að Trump stefni að því að fækka hermönnum í Afganistan um helming. Kalla rúmlega tvö þúsund hermenn heim svo um 2.500 verði eftir, áður en hann lætur af embætti í janúar. Hersveitir annarra ríkja eiga að yfirgefa landið fyrir maí á næsta ári, í staðinn fyrir fyrirheit Talibana varðandi það að þeir styðji ekki við hryðjuverk. Meðal annarra hafa Þjóðverjar varað við því að kalla hermenn of snemma heim frá Afganistan. Slíku þurfi að fylgja ákveðin skilyrði. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að hann hefði áhyggjur af fækkun bandarískra hermanna í Afganistan. Ekki væri hægt að tryggja öryggi þýskra hermanna þar án stuðningi Bandaríkjanna. Þetta sagði hann á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í gær. NATO er með um ellefu þúsund hermenn í Afganistan. Þar af eru flestir frá Evrópu og öðrum aðildarríkjum. Þeir treysta allir á stuðning Bandaríkjanna varðandi birgðaflutninga og jafnvel flótta á þyrlum Bandaríkjanna. Maas sagði að þýskir hermenn ættu alls ekki að vera í Afganistan til frambúðar en brottflutningur þeirra þyrfti að vera í samhengi við friðarviðræður.
Afganistan Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. 21. nóvember 2020 10:28 Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn muni fækka í herliði sínu í Írak og Afganistan um 2.500 á næstu vikum. 18. nóvember 2020 13:53 Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35
Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03
Talíbanar firra sig ábyrgð á mannskæðri árás Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni. 21. nóvember 2020 10:28
Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Tilkynnt hefur verið að Bandaríkjamenn muni fækka í herliði sínu í Írak og Afganistan um 2.500 á næstu vikum. 18. nóvember 2020 13:53
Minnst 22 látnir eftir skotárás á Kabúl-háskóla Stjórnvöld í landinu segja að flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni hafi verið námsmenn og að lögregla hafi skotið árásarmennina til bana á vettvangi. 2. nóvember 2020 20:06