Fótbolti

Sjáðu sigur­mark Curtis Jones á­samt mörkunum úr jafn­tefli Atlético og Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Curtis Jones og Neco Williams fagna marki þess fyrrnefnda sem tryggði Liverpool sigurinn á Anfield í gærkvöld.
Curtis Jones og Neco Williams fagna marki þess fyrrnefnda sem tryggði Liverpool sigurinn á Anfield í gærkvöld. Phil Noble/Getty Images

Fjölmargir leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr 1-0 sigri Liverpool á Ajax sem og mörkin úr jafntefli Atlético Madrid og Bayern Münch.

Hinn 19 ára gamli Curtis Jones skoraði sigurmark Liverpool í 1-0 sigri gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Markið kom eftir skrautlegt úthlaup André Onana, markvarðar Ajax, sem virtist einfaldlega misreikna fyrirgjöf Neco Williams.

Var þetta fyrsta mark Curtis Jones í Meistaradeild Evrópu.

Klippa: Sigurmark Liverpool gegn Ajax

Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur gærkvöldsins en Ajax þarf að vinna Atalanta á heimavelli til að komast þangað.

Atlético Madrid og Bayern München skildu jöfn á Wanda Metropolitano-vellinum í Madríd í gær er þau mættust í A-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Klippa: Mörkin á Wanda Metropolitano-vellinum í Madríd

Lokatölur 1-1 sem þýðir að Atlético þarf að ná í allavega stig gegn Salzburg á útivelli til að komast áfram á meðan Evrópumeistarar Bayern voru þarna að tapa sínum fyrstu stigum og eru öruggir með sigur í riðlinum.


Tengdar fréttir

Real Madrid í vandræðum

Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.