Erlent

Leikarinn Elliot Page úr Juno er trans

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Elliot Page biðlar til fólks um þolinmæði.
Elliot Page biðlar til fólks um þolinmæði. epa/Claudio Onorati

Leikarinn Ellen Page hefur greint frá því að hán sé trans og gengur nú undir nafninu Elliot. Page, sem sló í gegn í myndum á borð við Juno og Inception, sagðist í stöðufærslu á Twitter vera „heppið“ að vera komið á þann stað sem hán væri á í dag.

„Ég finn til yfirþyrmandi þakklætis fyrir það fólk sem hefur stutt mig á þessari vegferð,“ segir Page. „Ég get ekki tjáð það hversu stórkostlegt það er að elska loksins sjálft mig nógu mikið til að taka skrefið og vera það sem ég raunverulega er.“

Page, sem kýs að nota fornöfnin he/they, eða hann/hán, segir augnablikið hins vegar tregablandið og bendir á að a.m.k. 40 trans einstaklingar hafi verið myrtir í Bandaríkjunum á þessu ári.

„Ég bið um þolinmæði. Gleði mín er raunveruleg en hún er einnig viðkvæm. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir að ég sé afar hamingjusamt og meðvitað um þau forréttindi sem ég nýt, þá er ég líka hrætt.“

Segist hán m.a. óttast hatrið, „brandarana“ og ofbeldið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.