Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði gríðarlega mikilvægt mark í öðrum leiknum í röð í dag þegar hún kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi.
Berglind Björg skoraði markið sitt á 64. mínútu leiksins en fram að því höfðu íslensku stelpurnar ekki fundið leiðir framhjá Réku Szőcs í marki Ungverja.
Berglind Björg skoraði einnig jöfnunarmarkið í sigurleiknum á móti Slóvakíu í síðustu viku.
Réka Szőcs varði meðal annars mjög vel frá Berglindi fjórtán mínútum áður en hún átti engin svör við skoti Berglindar að þessu sinni.
Berglind Björg gerði þá mjög vel í að leggja boltann fyrir sig og skoraði síðan með frábæru skoti af vítateigslínunni.
Það má sjá markið hennar hér fyrir neðan en það var hennar sjötta mark fyrir íslenska A-landsliðið.
JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020