Innlent

Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Natan Helgi var í ellefu daga á spítalanum í Svíþjóð.
Natan Helgi var í ellefu daga á spítalanum í Svíþjóð. Aðsend

Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 

Hulda Dóra Höskuldsdóttir, móðir drengsins, segir son sinn Natan Helga hafa verið fullkomlega heilbrigðan áður en hann fékk Covid-19. Nú sé hann langveikt barn, eins og sakir standa. Talið er að allt að sjötíu börn í Svíþjóð hafi fengið bráðabólguheilkennið.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag aðspurður ekki hafa heyrt af slíku tilfelli hér á landi. Þetta væru þó ekki ný tíðindi um bráðabólguheilkenni hjá börnum en hann hafi heyrt af tilfellum í Bandaríkjunum.

„Það er vel þekkt að mjög margar sýkingar geta valdið svona einkennum hjá einstaklingum, börnum og jafnvel fullorðnum,“ segir Þórólfur.

Hann hafi þó staldrað við fjöldann í Svíþjóð sem honum finnst athyglisverður.

Natan er annað barnið sem leggst inn á Södersjukhuset í Stokkhólmi með sjúkdóminn. Lotta Nordenhäll, læknir Natans sem starfar sem gigtar-og barnalæknir, sagði í grein í Læknablaði í Svíþjóð í sumar að tilfellin væru orðin 50. Hulda Dóra segir að þau séu nú 70.

Sjúkdómurinn ráðist fyrir og fremst á heilbrigð börn á aldrinum 0-19 ára sem fái Covid-19. Það sé þó mismunandi hversu mikil einkennin verði.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.