Innlent

Búast við nýju fjölmiðlafrumvarpi

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.  Vísir/Vilhelm

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi milli stjórnarflokkanna um fjölmiðlafrumvarpið sem menntmálaráðherra lagði fram á síðasta ári og fjallar um opinberan fjárstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Nú sé búist við að nýtt frumvarp verði lagt fram.  

Páll gerir fastlega ráð fyrir að niðurstaða náist í málinu á allra næstu dögum og frumvarpið verði þá afgreitt frá Alþingi samhliða fjárlagafrumvarpinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður samhliða frumvarpinu, mögulega farið fram á breytingar á umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, til að mynda í nýjum þjónustusamningi milli stofnunarinnar og ríkisins.

„Áfram er gert ráð fyrir að svipuð upphæð  fari í stuðning til einkarekinna fjölmiðla en það er talsverður munur á nálguninni og skiptingu fjárhæða. Enda yrði þetta væntanlega lagt fram sem nýtt frumvarp en ekki einhverjar lítilvægar breytingar frá hinu fyrra,“ segir Páll Magnússon þingmaður. 


Tengdar fréttir

400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 

Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins

350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×