400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2020 16:44 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Formaður fjárlaganefndar segir að mikill stuðningur sé við aðgerðirnar, þó svo að stjórnarflokkarnir hafi áður tekist á um fjárveitingar til fjölmiðla. Í öðrum aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins var kveðið á um 350 milljóna króna stuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta tekjufalli sem orðið hefur vegna minni auglýsingasölu sem hlaupið hefur á tugum prósenta í sumum tilfellum. Í fjárlögum ársins er hins vegar gert ráð fyrir allt að 400 milljóna króna stuðningi við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarp lilju alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur nú lagt til að nýta þessa 400 milljóna heimild í fjárlögum og verður kórónuveirustuðningurinn því aukinn um 50 milljónir, eða eins og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar orðar það: „Við leggjum það til að ráðherra verði heimilt með útfærslu í reglugerð að koma stuðningi til einkarekinna fjölmiðla, allt að 400 milljónum, sem eru í til staðar í gildandi fjárlögum.“ Þrátt fyrir að fjölmiðlafrumvarpið sem nú er til umfjöllunar hjá allsherjar og menntamálanefnd sé umdeilt segir Willum að faraldursframlagið til fjölmiðla njóti stuðnings. „Það var algjör samstaða um það að bregðast við þessu ástandi og hraða því að koma þessum stuðningi til fjölmiðla, þannig það var algjör samstaða um það í þinginu.“ Willum gerir ráð fyrir að vinnu við fjölmiðlastuðninginn verði lokið á mánudag. „Lagagreinin í aðgerðafrumvarpinu, eða bandorminum svokallaða, er þess efnis að hún rammar þetta inn fyrir ráðherrann. Þetta ætti að geta gerst þá hraðar heldur en að fjalla áfram um það frumvarp sem lá fyrir,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fjölmiðlar Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Formaður fjárlaganefndar segir að mikill stuðningur sé við aðgerðirnar, þó svo að stjórnarflokkarnir hafi áður tekist á um fjárveitingar til fjölmiðla. Í öðrum aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins var kveðið á um 350 milljóna króna stuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta tekjufalli sem orðið hefur vegna minni auglýsingasölu sem hlaupið hefur á tugum prósenta í sumum tilfellum. Í fjárlögum ársins er hins vegar gert ráð fyrir allt að 400 milljóna króna stuðningi við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarp lilju alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur nú lagt til að nýta þessa 400 milljóna heimild í fjárlögum og verður kórónuveirustuðningurinn því aukinn um 50 milljónir, eða eins og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar orðar það: „Við leggjum það til að ráðherra verði heimilt með útfærslu í reglugerð að koma stuðningi til einkarekinna fjölmiðla, allt að 400 milljónum, sem eru í til staðar í gildandi fjárlögum.“ Þrátt fyrir að fjölmiðlafrumvarpið sem nú er til umfjöllunar hjá allsherjar og menntamálanefnd sé umdeilt segir Willum að faraldursframlagið til fjölmiðla njóti stuðnings. „Það var algjör samstaða um það að bregðast við þessu ástandi og hraða því að koma þessum stuðningi til fjölmiðla, þannig það var algjör samstaða um það í þinginu.“ Willum gerir ráð fyrir að vinnu við fjölmiðlastuðninginn verði lokið á mánudag. „Lagagreinin í aðgerðafrumvarpinu, eða bandorminum svokallaða, er þess efnis að hún rammar þetta inn fyrir ráðherrann. Þetta ætti að geta gerst þá hraðar heldur en að fjalla áfram um það frumvarp sem lá fyrir,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Fjölmiðlar Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira