Innlent

Átta fermetra svalahurð „ætlaði inn í stofu“ í rokinu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Slökkviliðið aðstoðaði húsráðanda við að koma í veg fyrir að svalahurðin fyki inn í stofu í rokinu.
Slökkviliðið aðstoðaði húsráðanda við að koma í veg fyrir að svalahurðin fyki inn í stofu í rokinu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti 117 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Þar af voru 28 forgangsflutningar og sex svokallaðir covid-flutningar. Þá sinnti slökkviliðið fremur óhefðbundnu verkefni í óveðrinu fyrr í vikunni vegna átta fermetra stórrar svalahurðar sem var til vandræða.

„Í óveðrinu um daginn þurftum við að aðstoða húsráðanda sem var í vandræðum með ca 8m2 svalahurð sem ætlaði að fara inn í stofu í rokinu, enda má segja að húsið hafi verið með vindinn í fangið,“ segir í færslu slökkviliðsins á Facebook í dag.

Starfsmenn slökkviliðsins hafi ekki verið lengi að redda málunum líkt og sjá má á mynd sem fylgdi færslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×