Cher kemur einmana fíl til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 08:28 Kaavan hefur verið einn um árabil og er sagður þurfa ýmiskonar hjálp. AP/Anjum Naveed Söngkonan Cher er nú stödd í Pakistan þar sem hún tekur þátt í björgun fílsins Kaavan, sem hefur verið kallaður sá fíll heimsins sem er mest einmana. Kaavan hefur varið 35 árum í dýragarði í Pakistan en maki hans dó árið 2012 og síðan þá hefur hann verið einn. Á undanförnum árum hefur Kaavan glýmt við offitu og hegðunarvanda. Hann er sagður hrista höfuð sitt fram og til baka svo klukkustundum skipti. Kaavan hefur verið í Marghazar dýragarðinum í Islamabad frá 1985. Yfirvöld í Srí Lanka gáfu fílinn þegar hann var árs gamall. Annar fíll sem hét Saheli var með honum í dýragarðinum frá 1990 til 2012 en þá dó hún vegna sýkingar. Marghazar var lokað vegna dómsúrskurðar fyrr á árinu og læknisskoðun í september leiddi í ljós ýmsa kvilla hjá Kaavan sem rekja má til slæms aðbúnaðar. Nú verður Kaavan þó fluttur til dýraathvarfs í Kambódíóu þar sem hann mun geta umgengist aðra fíla. Sky News segir að dýraverndunarsinnar hafi reynt að koma Kaavan til bjargar frá árinu 2016 en með litlum árangri. Það hafi þó breyst eftir að Cher byrjaði að taka þátt í baráttunni. Hún sagði frá því á Twitter í gær að hún hefði hitt Imran Kahn, forsætisráðherra Pakistan, og þakkað honum fyrir að gera þeim kleift að flytja Kaavan til Kambódíu. Kaavan's journey to freedom from captivity in Islamabad to Cambodia will be a 2021 @SmithsonianChan documentary Help us build Kaavan's forever home https://t.co/dzdl4Ew4gn @ftwglobal #KaavansJourney pic.twitter.com/iTxdzfndNB— Cher (@cher) November 27, 2020 Barátta þessi hefur verið leidd af samtökunum Four Paws International. Hér má sjá myndband frá samtökunum sem birt var fyrir viku síðan, eftir að Kaavan fór í læknisskoðun vegna flutninganna. Pakistan Kambódía Dýr Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Kaavan glýmt við offitu og hegðunarvanda. Hann er sagður hrista höfuð sitt fram og til baka svo klukkustundum skipti. Kaavan hefur verið í Marghazar dýragarðinum í Islamabad frá 1985. Yfirvöld í Srí Lanka gáfu fílinn þegar hann var árs gamall. Annar fíll sem hét Saheli var með honum í dýragarðinum frá 1990 til 2012 en þá dó hún vegna sýkingar. Marghazar var lokað vegna dómsúrskurðar fyrr á árinu og læknisskoðun í september leiddi í ljós ýmsa kvilla hjá Kaavan sem rekja má til slæms aðbúnaðar. Nú verður Kaavan þó fluttur til dýraathvarfs í Kambódíóu þar sem hann mun geta umgengist aðra fíla. Sky News segir að dýraverndunarsinnar hafi reynt að koma Kaavan til bjargar frá árinu 2016 en með litlum árangri. Það hafi þó breyst eftir að Cher byrjaði að taka þátt í baráttunni. Hún sagði frá því á Twitter í gær að hún hefði hitt Imran Kahn, forsætisráðherra Pakistan, og þakkað honum fyrir að gera þeim kleift að flytja Kaavan til Kambódíu. Kaavan's journey to freedom from captivity in Islamabad to Cambodia will be a 2021 @SmithsonianChan documentary Help us build Kaavan's forever home https://t.co/dzdl4Ew4gn @ftwglobal #KaavansJourney pic.twitter.com/iTxdzfndNB— Cher (@cher) November 27, 2020 Barátta þessi hefur verið leidd af samtökunum Four Paws International. Hér má sjá myndband frá samtökunum sem birt var fyrir viku síðan, eftir að Kaavan fór í læknisskoðun vegna flutninganna.
Pakistan Kambódía Dýr Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira