Erlent

Cher kemur einmana fíl til bjargar

Samúel Karl Ólason skrifar
Kaavan hefur verið einn um árabil og er sagður þurfa ýmiskonar hjálp.
Kaavan hefur verið einn um árabil og er sagður þurfa ýmiskonar hjálp. AP/Anjum Naveed

Söngkonan Cher er nú stödd í Pakistan þar sem hún tekur þátt í björgun fílsins Kaavan, sem hefur verið kallaður sá fíll heimsins sem er mest einmana. Kaavan hefur varið 35 árum í dýragarði í Pakistan en maki hans dó árið 2012 og síðan þá hefur hann verið einn.

Á undanförnum árum hefur Kaavan glýmt við offitu og hegðunarvanda. Hann er sagður hrista höfuð sitt fram og til baka svo klukkustundum skipti.

Kaavan hefur verið í Marghazar dýragarðinum í Islamabad frá 1985. Yfirvöld í Srí Lanka gáfu fílinn þegar hann var árs gamall. Annar fíll sem hét Saheli var með honum í dýragarðinum frá 1990 til 2012 en þá dó hún vegna sýkingar.

Marghazar var lokað vegna dómsúrskurðar fyrr á árinu og læknisskoðun í september leiddi í ljós ýmsa kvilla hjá Kaavan sem rekja má til slæms aðbúnaðar.

Nú verður Kaavan þó fluttur til dýraathvarfs í Kambódíóu þar sem hann mun geta umgengist aðra fíla.

Sky News segir að dýraverndunarsinnar hafi reynt að koma Kaavan til bjargar frá árinu 2016 en með litlum árangri. Það hafi þó breyst eftir að Cher byrjaði að taka þátt í baráttunni.

Hún sagði frá því á Twitter í gær að hún hefði hitt Imran Kahn, forsætisráðherra Pakistan, og þakkað honum fyrir að gera þeim kleift að flytja Kaavan til Kambódíu.

Barátta þessi hefur verið leidd af samtökunum Four Paws International. Hér má sjá myndband frá samtökunum sem birt var fyrir viku síðan, eftir að Kaavan fór í læknisskoðun vegna flutninganna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.