Fótbolti

Til­finninga­ríkur Mer­tens segir að gær­kvöldið hafi verið erfitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dries Mertens er einn af merkari mönnum í sögu Napoli, líkt og Diego Armando Maradona.
Dries Mertens er einn af merkari mönnum í sögu Napoli, líkt og Diego Armando Maradona. Franco Romano/Getty Images

Það var tilfinningaþrungin stund á heimavelli Napoli í gærkvöldi.

Dries Mertens, leikmaður Napoli, segir að það hafi verið erfitt að fara í Maradona treyjuna sem leikmenn Napoli gengu inn á fyrir leikinn gegn Rijeka í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Maradona, sem varð sextugur, féll frá á miðvikudaginn en argentínski snillingurinn lék með Napoli á árunum 1984 til 1991. Hann vann ítölsku úrvalsdeildina í tvígang og UEFA bikarinn einu sinni.

Napoli gekk inn á völlinn í treyjum sem stóð Maradona á og númer tíu á bakinu.

„Þetta var ferlegt augnablik fyrir okkur allra svo ég get ímyndað mér hvernig þeir sem fóru með honum í gegnum tímann í Napólí hefur liðið,“ sagði Mertens í samtali við Sky Sport Italia.

„Hann hafði svo mikil áhrif á borgina og á alla á suður-Ítalíu. Ég vil vera jákvæður og einbeita mér að manni sem var alltaf brosandi og elskaði fótbolta.“

Mertens tók á dögunum fram úr Napoli á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu Napoli og Mertens er miður sín fyrir því.

„Ég bað hann afsökunar því mitt nafn var notað í sömu setningu og hans nafn og það er ekki rétt. Hann var og verður alltaf einstakur. Það var erfitt að fara í treyjuna,“ sagði Mertens.


Tengdar fréttir

Krefst rannsóknar á láti Maradona

Matias Morla, lögmaður og vinur Diegos Maradona, lýsir þeirri heilbrigðisþjónustu sem Maradona naut sem glæpsamlegri vitleysu og krefst þess að lát hans verði rannsakað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.