Dries Mertens, leikmaður Napoli, segir að það hafi verið erfitt að fara í Maradona treyjuna sem leikmenn Napoli gengu inn á fyrir leikinn gegn Rijeka í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Maradona, sem varð sextugur, féll frá á miðvikudaginn en argentínski snillingurinn lék með Napoli á árunum 1984 til 1991. Hann vann ítölsku úrvalsdeildina í tvígang og UEFA bikarinn einu sinni.
Napoli gekk inn á völlinn í treyjum sem stóð Maradona á og númer tíu á bakinu.
Da Napoli gik på banen i går #ripdiego pic.twitter.com/ccr1xH3sy1
— Peter Thorup (@PeterThorup) November 27, 2020
„Þetta var ferlegt augnablik fyrir okkur allra svo ég get ímyndað mér hvernig þeir sem fóru með honum í gegnum tímann í Napólí hefur liðið,“ sagði Mertens í samtali við Sky Sport Italia.
„Hann hafði svo mikil áhrif á borgina og á alla á suður-Ítalíu. Ég vil vera jákvæður og einbeita mér að manni sem var alltaf brosandi og elskaði fótbolta.“
Mertens tók á dögunum fram úr Napoli á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu Napoli og Mertens er miður sín fyrir því.
„Ég bað hann afsökunar því mitt nafn var notað í sömu setningu og hans nafn og það er ekki rétt. Hann var og verður alltaf einstakur. Það var erfitt að fara í treyjuna,“ sagði Mertens.
Emotional Dries Mertens admits it was 'tough' for Napoli players to wear Maradona top https://t.co/QTMKJO6BkP
— MailOnline Sport (@MailSport) November 27, 2020