Innlent

62 nem­endur og fjór­tán starfs­menn í Öldu­túns­skóla í sótt­kví

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru um 610 nemendur í Öldutúnsskóla. Hann er heildstæður grunnskóli frá 1. og upp í 10. bekk.
Alls eru um 610 nemendur í Öldutúnsskóla. Hann er heildstæður grunnskóli frá 1. og upp í 10. bekk. Hafnarfjarðarbær

Alls eru 62 nemendur og fjórtán starfsmenn Öldutúnsskóla í Hafnarfirði í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum.

Þetta staðfestir Valdimar Víðisson skólastjóri í samtali við Vísi. Málið hafi komið upp í gærkvöldi. 

Valdimar segir að um sé að ræða börn í þremur bekkjum í tveimur sóttvarnahólfum skólans. Eru bekkirnir sem um ræðir í 2., 3. og 5. bekk.

Valdimar segir skólann hafa unnið með smitrakningarteyminu og að smitrakningu innan skólans sé nú lokið. Þó sé áfram unnið að smitrakningu utan hans.

Alls eru um 610 nemendur í skólanum og segir Valdimar að um 550 nemendur geti áfram mætt í skólann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.