Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 12:59 Þór Þorsteinsson er formaður Landsbjargar. Vísir/Baldur Hrafnkell Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Eftir hádegi mun suðvestan stormur eða rok ganga yfir vesturhelming landsins með dimmum éljum. Versta veðrið á vestanverðu landinu „Það er aðeins skárra veður á austanverðu landinu, minni vindur og ekki búist við úrkomu þar. En á vestanverðu landinu er þetta mjög slæmt veður og ekkert ferðaveður í rauninni,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð sem gildi frá hádegi og fram undir miðnætti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurlands, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. „Vestantil á landinu er versta veðrið. Þar er stormur og rok og dimm él. Síðan á morgun er aðeins skárra veður en þó er þetta allhvass eða hvass vindur og áfram él á morgun.“ Hann ráðleggur fólki að fresta ferðalögum, eða í það minnsta huga vel að aðstæðum áður en lagt er í hann. Veðrið mun síðan skána á laugardagsmorgun og verður aðgerðalítið veður um helgina. Áhyggjur af þyrluleysinu Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en þyrla Landhelgisgæslunnar ekki til taks vegna kjaradeilna flugvirkja. „En það er auðvitað grafalvarlegt að við skulum ekki hafa þyrluna til taks við þessar aðstæður sérstaklega. Vegna þess að þær eru ekki bara mikilvægur hlekkur í viðbragðskeðjunni heldur eru þyrlurnar sömuleiðis í rauninni ákveðið öryggistæki fyrir viðbragðsaðila, meðal annars björgunarsveitir,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar. Hvernig gæti þetta haft áhrif á ykkar störf í dag? „Þetta hefur í rauninni áhrif á allt viðbragð, hvort sem það erum við eða aðrir sem sinnum því vegna þess að það eru staðir þar sem þyrlan er miklu fljótari á staðinn. Hún er oft eini kosturinn sem hægt er að nýta.“ Fundur stendur yfir Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins sitja enn á samningafundi sem boðað var til í morgun en verkfall flugvirkja Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember. Veður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. Eftir hádegi mun suðvestan stormur eða rok ganga yfir vesturhelming landsins með dimmum éljum. Versta veðrið á vestanverðu landinu „Það er aðeins skárra veður á austanverðu landinu, minni vindur og ekki búist við úrkomu þar. En á vestanverðu landinu er þetta mjög slæmt veður og ekkert ferðaveður í rauninni,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð sem gildi frá hádegi og fram undir miðnætti. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurlands, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. „Vestantil á landinu er versta veðrið. Þar er stormur og rok og dimm él. Síðan á morgun er aðeins skárra veður en þó er þetta allhvass eða hvass vindur og áfram él á morgun.“ Hann ráðleggur fólki að fresta ferðalögum, eða í það minnsta huga vel að aðstæðum áður en lagt er í hann. Veðrið mun síðan skána á laugardagsmorgun og verður aðgerðalítið veður um helgina. Áhyggjur af þyrluleysinu Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu en þyrla Landhelgisgæslunnar ekki til taks vegna kjaradeilna flugvirkja. „En það er auðvitað grafalvarlegt að við skulum ekki hafa þyrluna til taks við þessar aðstæður sérstaklega. Vegna þess að þær eru ekki bara mikilvægur hlekkur í viðbragðskeðjunni heldur eru þyrlurnar sömuleiðis í rauninni ákveðið öryggistæki fyrir viðbragðsaðila, meðal annars björgunarsveitir,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar. Hvernig gæti þetta haft áhrif á ykkar störf í dag? „Þetta hefur í rauninni áhrif á allt viðbragð, hvort sem það erum við eða aðrir sem sinnum því vegna þess að það eru staðir þar sem þyrlan er miklu fljótari á staðinn. Hún er oft eini kosturinn sem hægt er að nýta.“ Fundur stendur yfir Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins sitja enn á samningafundi sem boðað var til í morgun en verkfall flugvirkja Gæslunnar sem sinna viðhaldi á björgunarþyrlum hófst þann 5. nóvember. Engin þyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá því eftir miðnætti í nótt vegna reglubundinnar skoðunar einu starfhæfu þyrlu Gæslunnar. Ljóst er að engin þyrla verður tiltæk að minnsta fram á helgina. Dragist verkfallið á langinn verður engin þyrla tiltæk hjá Gæslunni eftir 14. desember.
Veður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20