Fótbolti

Messi segir Mara­dona ei­lífan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Maradona á hliðarlínunni að ræða við Messi á HM 2010 í Suður-Afríku.
Maradona á hliðarlínunni að ræða við Messi á HM 2010 í Suður-Afríku. Richard Heathcote/Getty Images

Lionel Messi hefur tjáð sig um andlát samlanda síns Diego Armando Maradona. Segir hann að um sorgardag sé að ræða fyrir knattspyrnuheiminn en að Maradona sé eilífur og muni aldrei fara neitt.

„Þetta er sorgardagur fyrir Argentínumenn og fyrir knattspyrnuheiminn í heild sinni. Hann fer frá okkur en mun aldrei yfirgefa okkur alveg þar sem Diego er eilífur, “ sagði Messi um andlát Maradona. Lék Messi undir stjórn Maradona hjá argentíska landsliðinu frá 2008 til 2010.

Maradona og Messi eru tveir af betri knattspyrnumönnum sögunnar. Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona en Maradona lék einnig með félaginu á sínum tíma.

„Ég á margar fallegar minningar með honum og ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hans,“ sagði Messi að lokum.


Tengdar fréttir

Diego Maradona er látinn

Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.