Fótbolti

Mara­dona minnst meðal Ís­lendinga | Vann HM einn síns liðs og hitti Gaupa á HM 2006

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Diego Maradona er án efa einn allra besti knattspyrnumaður allra tíma.
Diego Maradona er án efa einn allra besti knattspyrnumaður allra tíma. Vísir/Getty

Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið. Ljóst er að þarna er einn helsti snillingur knattspyrnusögunnar farinn yfir móðuna miklu. 

Í kjölfar andlátsins hafa hin ýmsu íþróttafélög, hið ýmsa íþróttafólk ásamt öllum þeim sem hafa áhuga á knattspyrnu vottað Maradona virðingu sína. Í fréttinni hér að neðan má sjá brot af því helsta sem birt var á samfélagsmiðlinum Twitter. 

Diego Maradona hafði einnig gríðarleg áhrif á íslenska íþróttamenn, skiptir þar litlu hvort menn voru í fót-, hand- eða körfubolta. Hér að neðan má sjá það helsta sem Íslendingar höfðu að segja um þennan magnaða leikmann og feril hans.

Arnór Guðjóhnsen mætti Maradona á sínum tíma. Hann ræddi við RÚV um þá upplifun.

Gummi Ben segir að frammistaða Maradona á HM 1986 verði aldrei toppuð og hann sé einn af þeim bestu frá upphafi.

Gaupi hitti Maradona á HM í Þýskalandi árið 2006. 

Teitur Örlygsson, margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta, segir Maradona haft veruleg áhrif á sem íþróttamann.

Einar Örn Jónsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþróttafréttamaður á RÚV, var mikill aðdáandi Maradona.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri íþróttavefs DV, minnist þess að hafa verið á sama stað og Maradona á HM í Rússlandi sumarið 2018.

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson var mikill Maradona-maður.

Rikki G getur ekki beðið eftir að árinu ljúki.

Framkvæmdastjóri KA segir Maradona einn þann allra besta.


Tengdar fréttir

Diego Maradona er látinn

Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.