Fótbolti

Mara­dona minnst | Kostu­legar sögur, mynd­bönd og stað­reyndir um einn magnaðasta knatt­spyrnu­mann allra tíma

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Maradona átti magnaðan feril, bæði innan vallar sem utan.
Maradona átti magnaðan feril, bæði innan vallar sem utan. Getty Images

Diego Armando Maradona lést í dag sextugur að aldri. Samkvæmt fréttamiðlum í heimalandi hans Argentínu fékk hann hjartaáfall og lést í kjölfarið. Ljóst er að þarna er einn helsti snillingur knattspyrnusögunnar farinn yfir móðuna miklu.

Í kjölfar andlátsins hafa hin ýmsu íþróttafélög, hið ýmsa íþróttafólk ásamt öllum þeim sem hafa áhuga á knattspyrnu vottað Maradona virðingu sína. Hér að neðan má sjá brot af því helsta sem birt var á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar eru til að mynda kostulegar sögur, myndbönd, staðreyndir sem og falleg minningarorð í garð eins besta knattspyrnumanns sögunnar.

Enginn leikmaður á HM karla í knattspyrnu hefur komið að jafn mörgum mörkum og Maradona gerði sumarið 1986. 

Það var á HM 1986 sem Maradona skráði sig á spjöld sögunnar. Hendi Guðs lifir enn góðu lífi og þá skoraði hann stórkostlegt mark í sama leik er hann sendi England heim.

Michael Cox, penni hjá The Athletic, fór yfir hinn magnaða leik Argentínu og Englands á HM 1986 frá A til Ö. Þá sérstaklega frammistöðu Maradona í leiknum.

Reynt að fara yfir af hverju Argentína elskar Maradona jafn mikið og raun ber vitni.

Maradona elskaði einfaldlega fótbolta.

Pele segir góðan vin sinn fallinn frá.

Maradona var í miklum metum hjá nær öllum sem koma að fótbolta.

Fyrrum lið Maradona votta virðingu sína.

Maradona spilaði fótbolta til að skemmta sjálfum sér og öðrum.

Þá hefur verið lýst yfir þjóðarsorg í Argentínu. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.