Innlent

Einu versluninni á Kirkjubæjarklaustri lokað

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Engin matvöruverslun verður eftir næstu áramót á Kirkjubæjarklaustri
Engin matvöruverslun verður eftir næstu áramót á Kirkjubæjarklaustri Vísir/Vilhelm

„Þetta er mikið áfall, við fengum fyrst að vita af þessu í gær, það eru 70 kílómetrar í næstu matvöruverslun, sem er í Vík í Mýrdal,“ segir Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps en tilkynnt hefur verið um lokun verslun Kjarvals á Kirkjubæjarklaustri um áramótin. 

„Ég og við erum aðallega ósátt við stuttan fyrirvara og að þeir hafi selt húsnæðið áður en þeir funduðu með sveitarstjórninni. Þetta er of stuttur fyrirvari til að hægt sé að bregðast við með að fá nýjan rekstraraðila á svæðið. Við munum þó gera allt, sem í okkar valdi stendur til að íbúar hafi aðgang að þessari nauðsynlegu þjónustu, sem matvöruverslun er,“ bætir Eva Björk við.

Málið verður tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Skaftárhrepps á morgun.

Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, sem segir mikið áfall að eina matvöruverslunin í sveitarfélaginu sé að skella í lás.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×