Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 16:31 Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, og drottningin Suthida, hittu stuðningsmenn konungsfjölskyldunnar í dag. AP/Rapeephat Sitichailapa Þúsundir mótmælenda í Taílandi hafa krafist þess að Maha Vajiralongkorn, konungur landsins, láti auð konungsfjölskyldunnar eftir. Auður þessi er talinn vera metinn á hundruð milljarða króna en hann hefur ekki verið gerður opinber. Umfangsmikil mótmæli gegn stjórnvöldum landsins hafa farið fram í Taílandi á undanförnum mánuðum og hafa þau meðal annars beinst gegn konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Sjá einnig: Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa nokkrir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir á þeim grundvelli og gætu þeir verið dæmdir í fangelsi til allt að fimmtán ára. Þúsundir mótmælenda komu saman við höfuðstöðvar Siam bankans og kröfðust þess að auðæfi konungsfjölskyldu Taílands rynnu til ríkissjóðs landsins.AP/Wason Wanichakorn Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar komu þúsundir mótmælenda saman við höfuðstöðvar Siam bankans í Bangkok í dag. Konungurinn á 23 prósent í bankanum og er sá eignarhluti metinn á 2,3 milljarða dala. Mótmælin voru færð þangað eftir að lögreglan byggði virki úr gámum og gaddavír í kringum stofnunina sem heldur utan um eigur konungsfjölskyldunnar. Lögreglan segir mótmælendur hafa verið um átta þúsund. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Meðal þess sem mótmælendur sögðust vilja er að hlutur konungsins í bankanum væri í eigu ríkisins svo hægt væri að nota arðinn þaðan til að bæta líf Taílendinga. Aðrir sögðu það móðgandi að þau greiddu skatta sem rynnu í vasa konungsins og hann eyddi þeim svo í lúxuslíf sitt. Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Neyðarástandi aflétt í Taílandi Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði. 22. október 2020 07:56 Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs. 14. október 2020 23:25 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Þúsundir mótmælenda í Taílandi hafa krafist þess að Maha Vajiralongkorn, konungur landsins, láti auð konungsfjölskyldunnar eftir. Auður þessi er talinn vera metinn á hundruð milljarða króna en hann hefur ekki verið gerður opinber. Umfangsmikil mótmæli gegn stjórnvöldum landsins hafa farið fram í Taílandi á undanförnum mánuðum og hafa þau meðal annars beinst gegn konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Sjá einnig: Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa nokkrir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir á þeim grundvelli og gætu þeir verið dæmdir í fangelsi til allt að fimmtán ára. Þúsundir mótmælenda komu saman við höfuðstöðvar Siam bankans og kröfðust þess að auðæfi konungsfjölskyldu Taílands rynnu til ríkissjóðs landsins.AP/Wason Wanichakorn Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar komu þúsundir mótmælenda saman við höfuðstöðvar Siam bankans í Bangkok í dag. Konungurinn á 23 prósent í bankanum og er sá eignarhluti metinn á 2,3 milljarða dala. Mótmælin voru færð þangað eftir að lögreglan byggði virki úr gámum og gaddavír í kringum stofnunina sem heldur utan um eigur konungsfjölskyldunnar. Lögreglan segir mótmælendur hafa verið um átta þúsund. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Meðal þess sem mótmælendur sögðust vilja er að hlutur konungsins í bankanum væri í eigu ríkisins svo hægt væri að nota arðinn þaðan til að bæta líf Taílendinga. Aðrir sögðu það móðgandi að þau greiddu skatta sem rynnu í vasa konungsins og hann eyddi þeim svo í lúxuslíf sitt.
Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Neyðarástandi aflétt í Taílandi Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði. 22. október 2020 07:56 Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs. 14. október 2020 23:25 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04
Neyðarástandi aflétt í Taílandi Stjórnvöld í Taílandi ákváðu í morgun að aflétta neyðarástandi sem sett var í síðustu viku til að reyna að bæla öldu mótmæla sem gengið hefur yfir landið síðustu mánuði. 22. október 2020 07:56
Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Forsætisráðherra Taílands lýsti yfir neyðarástandi vegna mótmæla sem geisa nú í höfuðborginni Bangkok. Mótmælendur hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans og að dregið verði úr völdum Maha Vajiralongkorn konungs. 14. október 2020 23:25
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35