Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 14:22 Um tíu þúsund mótmælendur komu saman á götum Bangkok í dag. AP/Sakchai Lalit Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. Stuðningsmenn konungsins saka mótmælendur um að vilja fella niður konungsembættið. Leiðtogar mótmælanna neita því en segjast vilja draga úr völdum konungsins. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Um tíu þúsund mótmælendur eru sagðir hafa komið saman á götum Bangkok, þrátt fyrir að búið hafi verið að lýsa yfir neyðarástandi. VIDEO: Thai police use water cannon against protesters and clash in central Bangkok, as the pro-democracy activists defy an emergency decree banning gatherings for a second night running pic.twitter.com/Pl0ZGJ6zHQ— AFP news agency (@AFP) October 16, 2020 Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa tveir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir ógna öryggi drottningar landsins og gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þær ákærur eiga rætur sínar að rekja í atviki á miðvikudaginn þegar mótmælendur þyrptust að bílalest konungs fyrr í dag þar sem drottningin var. Atvikið þykir hneykslandi í Taílandi þar sem konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar. Mótmæli sem þessi eru mjög óhefðbundin. Prayuth var herforingi og leiddi valdarán árið 2014 sem velti lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn úr sessi. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja mótmælendur að herinn hafi haldið völdum sínum í þingkosningum í fyrra með því að breyta lögunum sér í vil. Stjórnarandstaðan var í raun leyst upp. Sjá einnig: Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Mótmælendur hafa einnig gagnrýnt konungsembættið harðlega fyrir það hvað Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur varið miklum tíma utan landamæra landsins. Hann hefur varið sérstaklega miklum tíma í Þýskalandi. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir sína stjórn. Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. Stuðningsmenn konungsins saka mótmælendur um að vilja fella niður konungsembættið. Leiðtogar mótmælanna neita því en segjast vilja draga úr völdum konungsins. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Um tíu þúsund mótmælendur eru sagðir hafa komið saman á götum Bangkok, þrátt fyrir að búið hafi verið að lýsa yfir neyðarástandi. VIDEO: Thai police use water cannon against protesters and clash in central Bangkok, as the pro-democracy activists defy an emergency decree banning gatherings for a second night running pic.twitter.com/Pl0ZGJ6zHQ— AFP news agency (@AFP) October 16, 2020 Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa tveir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir ógna öryggi drottningar landsins og gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þær ákærur eiga rætur sínar að rekja í atviki á miðvikudaginn þegar mótmælendur þyrptust að bílalest konungs fyrr í dag þar sem drottningin var. Atvikið þykir hneykslandi í Taílandi þar sem konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar. Mótmæli sem þessi eru mjög óhefðbundin. Prayuth var herforingi og leiddi valdarán árið 2014 sem velti lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn úr sessi. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja mótmælendur að herinn hafi haldið völdum sínum í þingkosningum í fyrra með því að breyta lögunum sér í vil. Stjórnarandstaðan var í raun leyst upp. Sjá einnig: Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Mótmælendur hafa einnig gagnrýnt konungsembættið harðlega fyrir það hvað Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur varið miklum tíma utan landamæra landsins. Hann hefur varið sérstaklega miklum tíma í Þýskalandi. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir sína stjórn.
Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent