Erlent

Stærsti latex­hanska­fram­leiðandi heims lokar verk­smiðjum vegna Co­vid-19

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Úr verksmiðju Top Glove í Setia Alam, skammt frá malasísku höfuðbiorginni Kúala Lúmpúr.
Úr verksmiðju Top Glove í Setia Alam, skammt frá malasísku höfuðbiorginni Kúala Lúmpúr. EPA/FAZRY ISMAIL

Stærsti framleiðandi latexhanska í heiminum hefur neyðst til að loka helmingi verksmiðja sinna eftir að rúmur helmingur starfsliðsins greindist með Covid-19.

Fyrirtækið, sem staðsett er í Malasíu og heitir Top Glove, ætlar að loka 28 verksmiðjum en um 2.500 starfsmenn verksmiðjanna eru nú smitaðir. Starfsmenn verksmiðjanna telja alls um 5.800.

Aldrei hefur verið eins mikið að gera hjá fyrirtækinu eins og síðustu mánuði enda eru slíkir hanskar stór hluti af sóttvörnum í kórónufaraldrinum, jafnt hjá almenningi sem og hjá heilbrigðisstarfsfólki.

Verkalýðssamtök hafa þó gert athugasemdir við starfsaðstöðuna hjá fólkinu sem vinnur myrkranna á milli við framleiðsluna og nú er komið í ljós að smit er útbreitt hjá fyrirtækinu.

Starfsfólkið kemur flest frá Nepal og er búsett ávinnusvæðunum í Malasíu við þröngan kost.

Bréf í Top Glove féllu um 7,5 prósent í morgun eftir að greint var frá fyrirhuguðum lokunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.