Leggur líklegast til við ráðherra að næstu aðgerðir gildi út árið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilar tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir til ráðherra í kringum næstu helgi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira