Erlent

Ferjan losuð af strandstað og dregin í höfn

Kjartan Kjartansson skrifar
Viking Grace komin að bryggju í Maríuhöfn á Álandseyjum í dag.
Viking Grace komin að bryggju í Maríuhöfn á Álandseyjum í dag. AP/Niclas Norlund/Lehtikuva

Farþegaferjan sem strandaði rétt utan við höfnina í Maríuhöfn á Álandseyjum í gær var losuð og dregin í höfn í dag. Hún hélt för sinni áfram til Turku í Finnlandi þar sem hún fer í slipp til skoðunar og viðgerða.

Kafarar fundu engar meiriháttar skemmdir eða leka eftir að Viking Grace strandaði rétt við farþegamiðstöð Viking Line-ferjuútgerðarinnar í Maríuhöfn um miðjan dag í gær. Engan sakaði við strandið og vörðu fleiri en þrjú hundruð farþegar og tæplega hundrað manna áhöfn nóttinni um borð í skipinu.

Finnska strandgæslan fékk tvo dráttarbáta til að koma ferjunni aftur á flot í morgun. Hún var svo dregin til hafnar í Maríuhöfn þar sem hluti farþeganna fór frá borði. Þar fékk skipstjóri leyfi til að sigla henni áfram undir eigin vélarafli til áfangastaðar í Turku á suðvesturströnd Finnlands.

Jan Hanses, forstjóri Viking Line, segir að sterkur vindur hafi líklega blásið ferjunni upp að ströndinni þegar hún strandaði.


Tengdar fréttir

Dvöldu í strandaðri ferju við Álandseyjar í nótt

Rúmlega þrjú hundruð farþegar og tæplega hundrað manna áhöfn ferjunnar Viking Grace dvöldu um borð í ferjunni í nótt eftir að hún strandaði í illviðri við strendur Álandseyja í gær. Byrjað var að flytja farþegana frá borði í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×