Enski boltinn

Savage spáir Tottenham titlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale, Kane og Sissoko fagna í Evrópusigri gegn Ludogorets á dögunum.
Bale, Kane og Sissoko fagna í Evrópusigri gegn Ludogorets á dögunum. Alex Nicodim/MB Media/Getty Images

Robbie Savage, fyrrum leikmaður Blackburn og landsliðsmaður Wales, segir að Tottenham muni standa uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni þetta árið.

Savage ræddi stöðuna í enska boltanum ásamt Chris Sutton á BBC 5 LIVE SPORT í gær en Tottenham vann frækinn 2-0 sigur á Man. City á heimavelli í gær.

„Spurs [Tottenham] mun vinna deildina. Síðustu tvö ár hef ég sagt í september að City vinni deildina 2019 og í september á síðasta ári sagði ég að Liverpool myndi vinna deildina,“ sagði Savage.

„Núna erum við í nóvember en ég gef Spurs [Tottenham] þetta,“ en aðspurður hvort að Man. City nái í topp fjóra svaraði hann:

„Ég sagði að þeir myndu enda í fjórða sætinu í upphafi tímabilsins. En topp fjórir verða Spurs, Liverpool, Chelsea og.. Ég held að Spurs vinni deildina!“

„Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er að Jose endaði með 81 stig þegar Man. United lenti í öðru sætinu. Hann sagði það eitt mesta afrek sitt á ferlinum og við skildum ekkert í því. Þessi hópur er betri. Þeir vinna deildina.“


Tengdar fréttir

Guardiola: Svona eru liðin hans Mourinho

Pep Guardiola, stjóri Man City, var hreinskilinn eftir að hafa séð lið sitt liggja fyrir Tottenham í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×