Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 14:33 Flestir repúblikanar hafa annað hvort lýst stuðningi eða þagað um tilraunir Trump forseta til að breyta úrslitum kosninganna. Mitt Romney (á mynd) og Ben Sasse mótmæltu þeim þó með afgerandi hætti í gær. Vísir/EPA Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. Trump hringdi persónulega í fulltrúa flokksins í nefnd sem vottar kosningaúrslit í einni sýslu Wisconsin. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna 3. nóvember þar sem Joe Biden, frambjóðandi demókrata, lagði Trump að velli. Þeir hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum lykilríkjum til hnekkja úrslitunum en hefur orðið lítt ágengt. Þeim hefur ekki tekist að leggja fram neinar trúverðugar sannanir fyrir opinberum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað Trump sigurinn. Fyrir dómi hafa þeir ekki einu sinni reynt að halda slíku fram, aðeins að formsgallar hafi verið á framkvæmd kosninganna eða talningar atkvæða. Afneitun Trump og ríkisstjórnar hans á úrslitunum þýðir að Biden hefur ekki fengið aðgang að upplýsingum eða ríkisstofnunum til að búa sig undir að taka við embættinu, þvert á áralangar hefðir um stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Grefur undan trausti almennings Þessar tilraunir hafa farið fram með stuðningi eða í það minnsta þögn leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Tveir öldungadeildarþingmenn flokksins andmæltu þeim þó harðlega á samfélagsmiðlum í gær. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, sakaði Trump um að beita embættismenn í ríkjum og sýslum þrýstingi til þess að hafa að engu vilja kjósenda og snúa við úrslitum kosninganna nú þegar honum hafi mistekist að leggja fram trúverðug rök fyrir að svik hafi verið framin. „Það er erfitt að ímynda sér verri eða ólýðræðislegri aðgerðir sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ tísti Romney sem var eini þingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot í febrúar. pic.twitter.com/S3kFsIRGmi— Mitt Romney (@MittRomney) November 20, 2020 Í svipaðan streng tók Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Nebraska. Beindi hann spjótum sínum að furðulegum fréttamannafundi Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem stýrir málsóknum vegna kosningaúrslitanna, í gær. Þar fór Giuliani og samverkamenn hans með flaum fjarstæðukenndra samsæriskenninga um kosningarnar. „Rudy og félagar hans ættu ekki að þrýsta á kjörmenn að hunsa skyldur sínar um vottun [úrslita] samkvæmt lögum. Við erum land laga, ekki tísta,“ sagði Sasse. Vakti það sérstaka athygli Sasse að Giuliani og aðrir lögmenn Trump hafi ekki haldið fram ásökunum um stórfelld kosningasvik fyrir dómi. Hann óttast að tiltrú almennings á kosningar dvíni vegna aðgerða forsetans. „Villtir blaðamannafundir grafa undan trausti almennings,“ sagði þingmaðurinn. Á meðal ásakana Giuliani og félaga í gær var að sósíalistastjórn Venesúela hefði staðið fyrir allsherjarsamsæri um að hagræða úrslitum forsetakosninganna. Sú kenning er alls ótengd raunveruleikanum. Reynir að fá repúblikana til að stöðva staðfestingu úrslita Yfirlýsingar Romney og Sasse komu eftir fréttir af því að Trump forseti hefði boðið leiðtogum Repúblikanaflokksins í Michigan til fundar við sig til að ræða um tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir staðfestingu úrslita kosninganna þar í dag. Biden fékk um 150.000 fleiri atkvæði en Trump í ríkinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að herferð Trump og lögmanna hans beinist nú að því að fá fulltrúa repúblikana í opinberum nefndum í lykilríkjum sem Biden vann til að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna verði formlega staðfest. Von þeirra er að þá geti repúblikanar á einstökum ríkisþingum valið kjörmenn sem kysu Trump í staðinn fyrir Biden þegar kjörmannaráðið sem velur forseta kemur saman í næsta mánuði. Fulltrúar repúblikana í talningarnefnd sem staðfestir kosningaúrslit í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan, greiddu þannig í fyrstu atkvæði gegn því í vikunni. Eftir hávær mótmæli samþykktu þeir að votta kosningaúrslitin en reyndu síðar að draga það til baka eftir að Trump hringdi persónulega í annan fulltrúann. Yfirtalningarnefnd Michigan á að koma saman til fundar á mánudag til að staðfesta úrslitin í ríkinu. Hún er skipuð tveimur demókrötum og tveimur repúblikönum. Annar fulltrúa repúblikana er meðal annars giftur konu sem er á meðal vitna í kvörtun Trump-framboðsins vegna talningar atkvæða. Washington Post segir afar ósennilegt að Trump geti treyst á að repúblikanar í nefndinni geti skapað þrátefli sem leiddi til þess að bandamenn hans á ríkisþinginu gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjósendum. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan og demókrati, hefur vald til þess að reka fulltrúa í nefndinni og skipa nýja bráðabirgðafulltrúa án staðfestingar ríkisþingsins. Hún gæti ennfremur beitt neitunarvaldi reyni ríkisþingið að velja kjörmenn Michigan. Endurtalningu atkvæða í Georgíu er nú lokið og var Biden staðfestur sigurvegari þar. Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, segir „núll“ líkur á því að hann muni bregðast við mögulegum umleitunum forsetans eða ráðgjafa hans. Búist er við því að Raffensperger staðfesti úrslitin í Georgíu endanlega í dag. Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, þarf að skrifa undir staðfestinguna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. Trump hringdi persónulega í fulltrúa flokksins í nefnd sem vottar kosningaúrslit í einni sýslu Wisconsin. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna 3. nóvember þar sem Joe Biden, frambjóðandi demókrata, lagði Trump að velli. Þeir hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum lykilríkjum til hnekkja úrslitunum en hefur orðið lítt ágengt. Þeim hefur ekki tekist að leggja fram neinar trúverðugar sannanir fyrir opinberum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað Trump sigurinn. Fyrir dómi hafa þeir ekki einu sinni reynt að halda slíku fram, aðeins að formsgallar hafi verið á framkvæmd kosninganna eða talningar atkvæða. Afneitun Trump og ríkisstjórnar hans á úrslitunum þýðir að Biden hefur ekki fengið aðgang að upplýsingum eða ríkisstofnunum til að búa sig undir að taka við embættinu, þvert á áralangar hefðir um stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Grefur undan trausti almennings Þessar tilraunir hafa farið fram með stuðningi eða í það minnsta þögn leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Tveir öldungadeildarþingmenn flokksins andmæltu þeim þó harðlega á samfélagsmiðlum í gær. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, sakaði Trump um að beita embættismenn í ríkjum og sýslum þrýstingi til þess að hafa að engu vilja kjósenda og snúa við úrslitum kosninganna nú þegar honum hafi mistekist að leggja fram trúverðug rök fyrir að svik hafi verið framin. „Það er erfitt að ímynda sér verri eða ólýðræðislegri aðgerðir sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ tísti Romney sem var eini þingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot í febrúar. pic.twitter.com/S3kFsIRGmi— Mitt Romney (@MittRomney) November 20, 2020 Í svipaðan streng tók Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Nebraska. Beindi hann spjótum sínum að furðulegum fréttamannafundi Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Trump sem stýrir málsóknum vegna kosningaúrslitanna, í gær. Þar fór Giuliani og samverkamenn hans með flaum fjarstæðukenndra samsæriskenninga um kosningarnar. „Rudy og félagar hans ættu ekki að þrýsta á kjörmenn að hunsa skyldur sínar um vottun [úrslita] samkvæmt lögum. Við erum land laga, ekki tísta,“ sagði Sasse. Vakti það sérstaka athygli Sasse að Giuliani og aðrir lögmenn Trump hafi ekki haldið fram ásökunum um stórfelld kosningasvik fyrir dómi. Hann óttast að tiltrú almennings á kosningar dvíni vegna aðgerða forsetans. „Villtir blaðamannafundir grafa undan trausti almennings,“ sagði þingmaðurinn. Á meðal ásakana Giuliani og félaga í gær var að sósíalistastjórn Venesúela hefði staðið fyrir allsherjarsamsæri um að hagræða úrslitum forsetakosninganna. Sú kenning er alls ótengd raunveruleikanum. Reynir að fá repúblikana til að stöðva staðfestingu úrslita Yfirlýsingar Romney og Sasse komu eftir fréttir af því að Trump forseti hefði boðið leiðtogum Repúblikanaflokksins í Michigan til fundar við sig til að ræða um tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir staðfestingu úrslita kosninganna þar í dag. Biden fékk um 150.000 fleiri atkvæði en Trump í ríkinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að herferð Trump og lögmanna hans beinist nú að því að fá fulltrúa repúblikana í opinberum nefndum í lykilríkjum sem Biden vann til að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna verði formlega staðfest. Von þeirra er að þá geti repúblikanar á einstökum ríkisþingum valið kjörmenn sem kysu Trump í staðinn fyrir Biden þegar kjörmannaráðið sem velur forseta kemur saman í næsta mánuði. Fulltrúar repúblikana í talningarnefnd sem staðfestir kosningaúrslit í Wayne-sýslu, fjölmennustu sýslu Michigan, greiddu þannig í fyrstu atkvæði gegn því í vikunni. Eftir hávær mótmæli samþykktu þeir að votta kosningaúrslitin en reyndu síðar að draga það til baka eftir að Trump hringdi persónulega í annan fulltrúann. Yfirtalningarnefnd Michigan á að koma saman til fundar á mánudag til að staðfesta úrslitin í ríkinu. Hún er skipuð tveimur demókrötum og tveimur repúblikönum. Annar fulltrúa repúblikana er meðal annars giftur konu sem er á meðal vitna í kvörtun Trump-framboðsins vegna talningar atkvæða. Washington Post segir afar ósennilegt að Trump geti treyst á að repúblikanar í nefndinni geti skapað þrátefli sem leiddi til þess að bandamenn hans á ríkisþinginu gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjósendum. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan og demókrati, hefur vald til þess að reka fulltrúa í nefndinni og skipa nýja bráðabirgðafulltrúa án staðfestingar ríkisþingsins. Hún gæti ennfremur beitt neitunarvaldi reyni ríkisþingið að velja kjörmenn Michigan. Endurtalningu atkvæða í Georgíu er nú lokið og var Biden staðfestur sigurvegari þar. Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu og repúblikani, segir „núll“ líkur á því að hann muni bregðast við mögulegum umleitunum forsetans eða ráðgjafa hans. Búist er við því að Raffensperger staðfesti úrslitin í Georgíu endanlega í dag. Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, þarf að skrifa undir staðfestinguna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent