BBC ritskoðar vinsælt en óheflað jólalag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2020 14:55 Shane MacGowan, til hægri fékk söngkonuna Kirsty MacColl til þess að syngja með sér í laginu. Photo by Tim Roney/Getty Images) Getty/Tim Rooney Yfirmenn bresku útvarpstöðvarinnar BBC Radio 1 hafa tekið ákvörðun um að ritskoðuð útgáfa eins vinsælasta jólalags Bretlands fari í loftið þessi jólin á útvarpsstöðinni. Lagið sem um ræðir er lagið Fairytale of New York með hljómsveitinni The Pogues sem kom út árið 1987. Lagið er er ofarlega á lista þegar kemur að jólalögum í Bretlandi og fær iðulega mikla spilun þar í landi í kringum hátíðirnar. Texti lagsins þykir hins vegar óheflaður en í laginu má heyra í hjónum sem eru gjörn á það að rífast. Ritskoðun BBC Radio 1 felst í því að orðinu faggot, niðrandi slanguryrði fyrir samkynhneigðan karlmann, er skipt út fyrir orðið haggard, sem þýðir að vera gugginn af veikindum, áhyggjum eða hungri. Þá mun þögn koma í staðinn fyrir orðið slut, eða dræsa á íslensku. Í yfirlýsingu frá BBC segir að yngri hlustendur BBC Radio 1 ættu ekki að þurfa að heyra þessi orð en í staðinn mun BBC Radio 2 áfram spila upprunalegu útgáfuna enda eldri hlustendur þar á ferðinni. Plötusnúðar BBC Radio 6 munu fá að velja hvora útgáfuna þeir spila í útvarpinu. Jól Fjölmiðlar Bretland Tónlist Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Yfirmenn bresku útvarpstöðvarinnar BBC Radio 1 hafa tekið ákvörðun um að ritskoðuð útgáfa eins vinsælasta jólalags Bretlands fari í loftið þessi jólin á útvarpsstöðinni. Lagið sem um ræðir er lagið Fairytale of New York með hljómsveitinni The Pogues sem kom út árið 1987. Lagið er er ofarlega á lista þegar kemur að jólalögum í Bretlandi og fær iðulega mikla spilun þar í landi í kringum hátíðirnar. Texti lagsins þykir hins vegar óheflaður en í laginu má heyra í hjónum sem eru gjörn á það að rífast. Ritskoðun BBC Radio 1 felst í því að orðinu faggot, niðrandi slanguryrði fyrir samkynhneigðan karlmann, er skipt út fyrir orðið haggard, sem þýðir að vera gugginn af veikindum, áhyggjum eða hungri. Þá mun þögn koma í staðinn fyrir orðið slut, eða dræsa á íslensku. Í yfirlýsingu frá BBC segir að yngri hlustendur BBC Radio 1 ættu ekki að þurfa að heyra þessi orð en í staðinn mun BBC Radio 2 áfram spila upprunalegu útgáfuna enda eldri hlustendur þar á ferðinni. Plötusnúðar BBC Radio 6 munu fá að velja hvora útgáfuna þeir spila í útvarpinu.
Jól Fjölmiðlar Bretland Tónlist Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira