Hamrén: Fyrri hálfleikurinn til skammar, vorum ekki til staðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 22:31 Erik Hamren þakkar Harry Kane fyrir leikinn. Getty/Ian Walton Erik Hamrén var langt frá því sáttur með fyrri hálfleik Íslands í 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni. Talaði hann um skammarlega frammistöðu og eina þá verstu í sinni tíð sem landsliðsþjálfari. Þá vildi hann leyfa Hannesi Þór Halldórssyni að jafna met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður í sögu Íslands. „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. Varðandi vonbrigði kvöldsins „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. „Hef ekki oft verið vonsvikinn sem landsliðsþjálfari, fyrsti leikurinn gegn Sviss og svo í dag. Fyrri hálfleikurinn var til skammar, við vorum einfaldlega ekki til staðar. England eru góðir í fótbolta en við létum þá líta út fyrir að vera betri en þeir voru. Við vorum allavega aggressífir í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var skammarlegur.“ „Fyrir mér þá sýndum við ekki nægilega mikið dug og þor í dag. Enska liðið er gott og það verður að hrósa þeim. Þeir eru með góða leikmenn en við verðum að sýna dug og þor, við verðum að verja markið okkar. Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrna og við erum ekki að dekka. Í seinna markinu þá stöndum við bara þarna og horfum á leikmenn enska liðsins, við erum ekki að sinna vinnunni okkar,“ sagði sá sænski um frammistöðu íslenska liðsins. „Í fyrri hálfleik erum við á vellinum en við erum ekki þar sem lið, við erum ekki einu sinni þar sem einstaklingar. Við litum út fyrir að vera hræddir. Við reyndum allavega í seinni hálfleik, en það er erfitt og þá sérstaklega þegar við erum manni færri.“ Varðandi rauða spjaldið „Rauða spjaldið er meðal margra hluta sem ég er ekki sáttur með í kvöld. Við áttum í vandræðum með þá 11 á móti 11 svo auðvitað áttum við í miklum vandræðum manni færri.“ „Ég hef ekki talað við leikmennina eftir leikinn. Ég bíð með það þangað til í kvöldmatnum í kvöld. Sagði í hálfleik það sem mér fannst um fyrri hálfleikinn við strákana. Ég tala við leikmenn og starfslið í kvöld,“ sagði þjálfari Íslands um lokaorð sín við íslenska hópinn. „Í augnablikinu er ég aðallega reiður. Ég vildi sjá meira frá liðinu. Ég veit það er erfitt að spila við svona lið þegar þau spila vel. Þetta getur komið fyrir alla, meira að segja Þýskaland tapaði 6-0 fyrir Spáni og var með sömu tölfræði og við í kvöld. Fyrir mér er hugarfar svo mikilvægt í fótbolta og ég vildi sjá meira af því í kvöld.“ Varðandi markmannsskiptinguna í hálfleik „Planið mitt var upprunalega að allir þrír markverðirnir myndu spila einn leik í þessari törn. Þeir hafa allir staðið sig vel síðan ég tók við þó Hannes Þór hafi spilað næstum alla leiki. Ögmundur átti að spila leikinn í kvöld en svo fékk ég þær upplýsingar um að Hannes þyrfti einn leik til að jafna met yfir flesta leiki markvarðar hjá íslenska A-landsliðinu svo ég vildi gefa honum það. Hann er þá að deila því meti og á það skilið fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Ísland,“ sagði Hamrén í sínu síðasta viðtali sem landsliðsþjálfari Íslands. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 4-0 | Vonbrigðakvöld er Hamrén var kvaddur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:35 Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:02 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Hannes óviss með framtíðina með landsliðinu: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“ Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld. 18. nóvember 2020 22:02 Kári: Hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur. 18. nóvember 2020 22:06 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Erik Hamrén var langt frá því sáttur með fyrri hálfleik Íslands í 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni. Talaði hann um skammarlega frammistöðu og eina þá verstu í sinni tíð sem landsliðsþjálfari. Þá vildi hann leyfa Hannesi Þór Halldórssyni að jafna met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður í sögu Íslands. „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. Varðandi vonbrigði kvöldsins „Nei alls ekki. Það besta við daginn í dag er að U21 árs landsliðið er að öllum líkindum komið í lokakeppnina,“ sagði Hamrén aðspurður hvort hann gæti nokkuð verið ánægður með leik kvöldsins. „Hef ekki oft verið vonsvikinn sem landsliðsþjálfari, fyrsti leikurinn gegn Sviss og svo í dag. Fyrri hálfleikurinn var til skammar, við vorum einfaldlega ekki til staðar. England eru góðir í fótbolta en við létum þá líta út fyrir að vera betri en þeir voru. Við vorum allavega aggressífir í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn var skammarlegur.“ „Fyrir mér þá sýndum við ekki nægilega mikið dug og þor í dag. Enska liðið er gott og það verður að hrósa þeim. Þeir eru með góða leikmenn en við verðum að sýna dug og þor, við verðum að verja markið okkar. Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrna og við erum ekki að dekka. Í seinna markinu þá stöndum við bara þarna og horfum á leikmenn enska liðsins, við erum ekki að sinna vinnunni okkar,“ sagði sá sænski um frammistöðu íslenska liðsins. „Í fyrri hálfleik erum við á vellinum en við erum ekki þar sem lið, við erum ekki einu sinni þar sem einstaklingar. Við litum út fyrir að vera hræddir. Við reyndum allavega í seinni hálfleik, en það er erfitt og þá sérstaklega þegar við erum manni færri.“ Varðandi rauða spjaldið „Rauða spjaldið er meðal margra hluta sem ég er ekki sáttur með í kvöld. Við áttum í vandræðum með þá 11 á móti 11 svo auðvitað áttum við í miklum vandræðum manni færri.“ „Ég hef ekki talað við leikmennina eftir leikinn. Ég bíð með það þangað til í kvöldmatnum í kvöld. Sagði í hálfleik það sem mér fannst um fyrri hálfleikinn við strákana. Ég tala við leikmenn og starfslið í kvöld,“ sagði þjálfari Íslands um lokaorð sín við íslenska hópinn. „Í augnablikinu er ég aðallega reiður. Ég vildi sjá meira frá liðinu. Ég veit það er erfitt að spila við svona lið þegar þau spila vel. Þetta getur komið fyrir alla, meira að segja Þýskaland tapaði 6-0 fyrir Spáni og var með sömu tölfræði og við í kvöld. Fyrir mér er hugarfar svo mikilvægt í fótbolta og ég vildi sjá meira af því í kvöld.“ Varðandi markmannsskiptinguna í hálfleik „Planið mitt var upprunalega að allir þrír markverðirnir myndu spila einn leik í þessari törn. Þeir hafa allir staðið sig vel síðan ég tók við þó Hannes Þór hafi spilað næstum alla leiki. Ögmundur átti að spila leikinn í kvöld en svo fékk ég þær upplýsingar um að Hannes þyrfti einn leik til að jafna met yfir flesta leiki markvarðar hjá íslenska A-landsliðinu svo ég vildi gefa honum það. Hann er þá að deila því meti og á það skilið fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Ísland,“ sagði Hamrén í sínu síðasta viðtali sem landsliðsþjálfari Íslands.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 4-0 | Vonbrigðakvöld er Hamrén var kvaddur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:35 Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:02 Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54 Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Hannes óviss með framtíðina með landsliðinu: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“ Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld. 18. nóvember 2020 22:02 Kári: Hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur. 18. nóvember 2020 22:06 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 4-0 | Vonbrigðakvöld er Hamrén var kvaddur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:35
Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:02
Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld. 18. nóvember 2020 21:54
Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56
Hannes óviss með framtíðina með landsliðinu: „Tilfinningarnar eru að koma út núna“ Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld. 18. nóvember 2020 22:02
Kári: Hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á lífsleiðinni Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur. 18. nóvember 2020 22:06