Fótbolti

Hannes kom inn fyrir Ögmund í hálfleik og jafnaði leikjamet Birkis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson fagnar jafntefli á móti Argentínu á HM þar sem hann varði víti frá Lionel Messi.
Hannes Þór Halldórsson fagnar jafntefli á móti Argentínu á HM þar sem hann varði víti frá Lionel Messi. Getty/Lukasz Laskowski

Hannes Þór Halldórsson kom inn á sem varamaður fyrir Ögmund Kristinsson í leik Íslands og Englands á Wembley í kvöld.

Hannes Þór Halldórsson jafnaði þar með leikjamet Birkis Kristinssonar sem hefur átt metið frá árinu 1996.

Hannes er að leika sinn 74. landsleik og er nú ásamt Birki sá markvörður sem hefur spilað flesta A-landsleiki fyrir Íslands.

Hannes spilaði fyrsta landsleik sinn á móti Kýpur í september 2011.

Guðmundur Benediktsson velti því fyrir sér í lýsingu frá leiknum að Hannes væri að kveðja íslenska landsliðið með þessum hálfleik enda óvenjulegt að skipt sé um markvörð í hálfleik.

Flestir leikir markvarða fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu:

  • 74 - Hannes Þór Halldórsson (2011 - 2020)
  • 74 - Birkir Kristinsson (1988 - 2004)
  • 71 - Árni Gautur Arason (1998 - 2010)
  • 41 - Bjarni Sigurðsson (1980 - 1991)
  • 28 - Þorsteinn Bjarnason (1978 - 1986)
  • 26 - Friðrik Friðriksson (1982 - 1995)
  • 26 - Gunnleifur Gunnleifsson (2000 - 2014)
  • 25 - Helgi Daníelsson (1953 - 1965)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×