Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á Íslandi, 4-0, í Þjóðadeildinni í kvöld.
„Þetta er aldrei auðvelt gegn Íslandi. Við spiluðum vel gegn erfiðu andstæðingi,“ sagði Southgate í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn.
Southgate stillti upp nokkuð sókndjörfu og skemmtilegu liði í kvöld.
„Við vorum með mjög skapandi leikmenn á vellinum, héldum boltanum vel og sköpuðum betri færi en búast mátti við.“
England vann fyrri leikinn gegn Íslandi naumlega, 0-1, en spilaði mun betur í leiknum í kvöld.
„Í fyrri leiknum vorum við enn á undirbúningstímabili og höfðum ekki spilað lengi saman. Við höfum bætt okkur mikið en getum enn spilað betur,“ sagði Southgate.
England endaði í 3. sæti riðils 2 í Þjóðadeildinni. Southgate er bærilega sáttur með frammistöðu enska liðsins í keppninni.
„Þetta er beggja blands. Höfum átt mjög góða leiki og okkar bestu frammistöður komu raunar í leikjum sem við töpuðum,“ sagði Southgate. „Við höfum tekið skref fram á við þótt úrslitin hafi ekki alltaf sýnt það.“