Fótbolti

Sjáðu Phil Foden bæta fyrir vandræðin á Íslandi með tveimur mörkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Foden fagnar marki á móti íslenska landsliðinu í kvöld.
Phil Foden fagnar marki á móti íslenska landsliðinu í kvöld. Getty/Neil Hall

Phil Foden opnaði markareikning sinn með enska landsliðinu þegar hann kom Englandi í 3-0 og 4-0 á móti Íslandi á Wembley í kvöld.

Phil Foden var eins og flestir vita sendur heim með skömm frá Reykjavík eftir hótelbrölt sitt með íslenskri stelpu en fékk annað tækifæri hjká Gareth Southgate.

Phil Foden nýtti það vel með því að skora að það auðvitað á móti Íslandi. Phil Foden lét sér ekki nægja það að skora eitt mark því hann skoraði tvö með aðeins mínútna millibili.

Varamaðurinn Jadon Sancho var fljótur að setja sitt mark á leikinn. Hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og lagði upp mark fyrir Phil Foden aðeins fimm mínútum síðar.

Phil Foden skoraði síðan annað markið sitt aðeins fjórum mínútum síðar með frábæru skoti fyrir utan vítateig í bláhornið.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin hans Phil Foden í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.