Fótbolti

Sjáðu Englendinga skora tvisvar með stuttu millibili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mason Mount er hér nýbúinn að koma enska landsliðinu í 2-0 í kvöld.
Mason Mount er hér nýbúinn að koma enska landsliðinu í 2-0 í kvöld. Getty/Michael Regan

Íslenska landsliðið byrjar ekki vel á móti því enska á Wembley í kvöld. Englendingar eru komnir í 2-0 eftir aðeins 24 mínútna leik.

Það er útlit fyrir langt og erfitt kvöld eftir þessa erfiðu byrjun. Englendingar þurftu að bíða fram í uppbótatíma eftir sínu fyrsta marki í fyrri leiknum en allt önnur staða er á Wembley í kvöld.

Declan Rice opnaði markareikning sinn fyrir enska landsliðið með fyrsta marki leiksins en hitt markið skoraði Mason Mount sem var hans þriðja fyrir enska landsliðið.

Declan Rice skoraði markið sitt með skalla á 20. mínútu leiksins eftir aukaspyrnu frá Phil Foden. Markið var alltof auðvelt.

Mason Mount skoraði síðan annað markiðaðeins fjórum mínútum síðar. Boltinn fór af Ara og til Mount sem skoraði með vinstri fótar skoti! Okkar menn ekki tengdir í vörninni og þetta er alltof auðvelt fyrir Englendinga

Hér fyrir neðan má sjá þessu tvö mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.